Sennilega er þessi sterka veiðihvöt kattarins ástæðan fyrir því að menn fóru að halda ketti í híbýlum sínum fyrir þúsundum ára. Eftir að akuryrkja hófst hafa korngeymslur og hlöður laðað að sér nagdýr eins og mýs og rottur. Nagdýrin hafa síðan laðað að sér kettina. Menn hafa því örugglega fljótt gert sér grein fyrir kostum þess að hafa ketti í sinni þjónustu til þess að halda nagdýrunum í skefjum. Nú á tímum hafa kettir í flestum tilfellum tapað þessu mikilvæga hlutverki sínu og eru orðnir dekurdýr í stássstofum víða um heim. Þrátt fyrir það hafa þeir haldið rándýrseðli sínu og vafalaust er erfitt að rækta það úr þeim. Höfundur hefur þó engar upplýsingar um það hvort veiðieðli sé missterkt milli ræktunarafbrigða. Mynd:
Sennilega er þessi sterka veiðihvöt kattarins ástæðan fyrir því að menn fóru að halda ketti í híbýlum sínum fyrir þúsundum ára. Eftir að akuryrkja hófst hafa korngeymslur og hlöður laðað að sér nagdýr eins og mýs og rottur. Nagdýrin hafa síðan laðað að sér kettina. Menn hafa því örugglega fljótt gert sér grein fyrir kostum þess að hafa ketti í sinni þjónustu til þess að halda nagdýrunum í skefjum. Nú á tímum hafa kettir í flestum tilfellum tapað þessu mikilvæga hlutverki sínu og eru orðnir dekurdýr í stássstofum víða um heim. Þrátt fyrir það hafa þeir haldið rándýrseðli sínu og vafalaust er erfitt að rækta það úr þeim. Höfundur hefur þó engar upplýsingar um það hvort veiðieðli sé missterkt milli ræktunarafbrigða. Mynd: