Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er snjórinn hvítur?

EDS

Þegar hvítt ljós, eins og sólarljósið, fellur á hlut drekkur hann í sig hluta ljóssins en endurkastar hinu og það er endurkastið sem ræður lit hlutarins. Til dæmis er grasið grænt vegna þess að það endurkastar græna hluta ljóssins en drekkur aðra hluta þess í sig.



Snjórinn drekkur ekki í sig ljósið heldur endurkastar því öllu og þess vegna sjáum við hann sem hvítan. Barrið á trjánum endurkastar hins vegar græna litnum og því sjáum við það sem grænt.

Ef hlutur drekkur ekki í sig ljós heldur endurkastar því öllu sjáum við hann sem hvítan því hvítur er blanda af öllum bylgjulengdum hins sýnilega litrófs. Þetta er skýringin á hvíta lit snjósins eins og Ari Ólafsson fjallar um í svari við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur? Þar segir:

Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum með fjölbreytta lögun. Hver stakur kristall er gegnsær en speglar nokkrum prósentum af þeirri ljósorku sem á hann fellur, líkt og gler. Hann drekkur sáralítið í sig af geislun. Þar sem kristallarnir snúa á ýmsa vegu dreifist þessi speglun í allar áttir, og það sem ekki speglast á fyrsta snjókorni sem geislinn mætir speglast á þeim næstu. Snjórinn endurvarpar þess vegna því sem næst allri geislun sem á hann fellur með dreifðu endurkasti, óháð öldulengd, og fær þess vegna hvíta áferð í dagsbirtu.

Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör um liti, til dæmis:

Mynd: Snow á Wikipdedia. Ljósmyndari Mila Zinkova. Birt undir GNU Free Documentation leyfi.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

21.11.2008

Spyrjandi

Ragnheiður og Berglind, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Af hverju er snjórinn hvítur?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50283.

EDS. (2008, 21. nóvember). Af hverju er snjórinn hvítur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50283

EDS. „Af hverju er snjórinn hvítur?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50283>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er snjórinn hvítur?
Þegar hvítt ljós, eins og sólarljósið, fellur á hlut drekkur hann í sig hluta ljóssins en endurkastar hinu og það er endurkastið sem ræður lit hlutarins. Til dæmis er grasið grænt vegna þess að það endurkastar græna hluta ljóssins en drekkur aðra hluta þess í sig.



Snjórinn drekkur ekki í sig ljósið heldur endurkastar því öllu og þess vegna sjáum við hann sem hvítan. Barrið á trjánum endurkastar hins vegar græna litnum og því sjáum við það sem grænt.

Ef hlutur drekkur ekki í sig ljós heldur endurkastar því öllu sjáum við hann sem hvítan því hvítur er blanda af öllum bylgjulengdum hins sýnilega litrófs. Þetta er skýringin á hvíta lit snjósins eins og Ari Ólafsson fjallar um í svari við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur? Þar segir:

Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum með fjölbreytta lögun. Hver stakur kristall er gegnsær en speglar nokkrum prósentum af þeirri ljósorku sem á hann fellur, líkt og gler. Hann drekkur sáralítið í sig af geislun. Þar sem kristallarnir snúa á ýmsa vegu dreifist þessi speglun í allar áttir, og það sem ekki speglast á fyrsta snjókorni sem geislinn mætir speglast á þeim næstu. Snjórinn endurvarpar þess vegna því sem næst allri geislun sem á hann fellur með dreifðu endurkasti, óháð öldulengd, og fær þess vegna hvíta áferð í dagsbirtu.

Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör um liti, til dæmis:

Mynd: Snow á Wikipdedia. Ljósmyndari Mila Zinkova. Birt undir GNU Free Documentation leyfi.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....