Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fáum við gubbupest?

Sólveig Dóra Magnúsdóttir

Uppsölu- og niðurgangspest er það sem í daglegu tali er oft kallað gubbupest og lýsir sér með ógleði, uppköstum, kviðverkjum og niðurgangi og koma einkennin oftast skyndilega. Smit berst ýmist frá sýktum einstaklingi eða sýktu vatni eða matvælum. Einkennin við sýkingunni eru leið líkamans til að losa sig við eiturefni, veirur eða bakteríur. Misjafnt er hversu lengi einkennin vara, eða allt frá tveimur til níu daga. Í flestum tilfellum er ekki um hættuleg veikindi að ræða, en þó verður að huga sérstaklega vel að börnum, gamalmennum og sjúklingum sem geta veikst alvarlega.

Algengast er að uppsölu- og niðurgangspestir séu af völdum veira en þær geta þó einnig orsakast af bakteríum. Nauðsynlegt er að greina þarna á milli því uppsölu- og niðurgangspestir af völdum baktería er hægt að meðhöndla með sýklalyfjum. Þar sem veirur eru algengasti orsakavaldur uppsölu- og niðurgangspesta eru það fyrirbyggjandi þættir sem skipta mestu máli.



Þeir sem hafa fengið gubbupest kannast líklega við þessa stellingu!

Það er ýmislegt hægt að gera til að forðast uppsölu- og niðurgangspestir. Þar sem þær eru oft af völdum matarsýkinga er mikilvægt að þvo sér reglulega og vel og vandlega um hendur. Ekki nota mataráhöld sem einhver annar hefur einnig notað. Á ferðalagi í útlöndum á ekki að drekka neysluvatn nema fólk sé visst um að það sé í lagi. Ísmolar eru frystir úr neysluvatni og ber að forðast þá þar sem neysluvatn er ekki drykkjarhæft. Einnig á að forðast neyslu hrárra matvæla.

Rétt er að leita læknis ef fólk hefur ekki getað drukkið neinn vökva í meira en 24 klst. Eins ef uppköst hafa staðið í meira en 2–3 daga, ef blóð er í uppköstunum, ef einkenni ofþornunar koma fram, svo sem þurrkur í munni, þvag verður dökkt á litinn eða ef blóð er í hægðum.

Viðbrögð við uppsölu- og niðurgangspestum eru meðal annars að hvíla magann og reyna ekki að borða fyrst eftir að einkenni koma fram. Til að forðast ofþornun, má reyna að sjúga ísmola eða frostpinna. Einnig ættu menn að reyna að drekka eins mikið og mögulegt er og þá er oft gott að taka litla sopa. Vatn, kók eða sprite henta vel.

Þegar ró er komin á meltingarfærin, er rétt að byrja varlega að neyta matar aftur, gott er að byrja með tekexi, ristuðu brauði, hrísgrjónum, eplum eða banana. Forðast ber mjólkurvörur, matvæli sem innihalda mikið af fitu eða eru mikið krydduð, einnig ættu menn að sneiða hjá koffíni, áfengi og nikótíni. Svo má ekki gleyma hvíldinni, hún er mikilvæg meðan veikindi ganga yfir.

Í þeim tilfellum þar sem uppsölu- og niðurgangspest er af völdum eiturefna gengur sýkingin yfir á 12–24 klst. Mikill vökvi ásamt söltum og steinefnum tapast við uppköst og niðurgang og því mikilvægt að drekka vel til að líkaminn ofþorni ekki. Þeir sem eru að taka þvagræsilyf þurfa að fara sérstaklega varlega og í sumum tilfellum er rétt að hætta töku þeirra meðan á veikindum stendur, það skal þó ekki gert nema í samráði við lækni.

Helsti fylgikvilli uppsölu- og niðurgangspesta er vökvatap og er því mikilvægt að bæta upp þann vökva, salt og steinefni sem tapast með uppsölu og niðurgangi. Ef svo mikil ógleði fylgir að sjúklingur getur ekki drukkið nægan vökva til að koma í veg fyrir ofþornun þarf að leiðrétta vökvatap með því að gefa vökva í æð og þarf sú meðferð að fara fram á sjúkrahúsi. Ekki er meðhöndlað með sýklalyfjum nema um bakteríusýkingu sé að ræða.

Í langflestum tilfellum gengur matareitrun yfir á sólarhring en matarsýkingar af völdum baktería á um það bil viku og í flestum tilfellum nægir að meðhöndla með vökva, söltum og steinefnum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Blog, MD. Sótt 27. 1. 2009


Þetta svar er lítillega aðlagaður pistill af

" target="_blank">Doktor.is
og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

28.1.2009

Spyrjandi

Ingþór Eyþórsson

Tilvísun

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. „Af hverju fáum við gubbupest?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51093.

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. (2009, 28. janúar). Af hverju fáum við gubbupest? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51093

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. „Af hverju fáum við gubbupest?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51093>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fáum við gubbupest?
Uppsölu- og niðurgangspest er það sem í daglegu tali er oft kallað gubbupest og lýsir sér með ógleði, uppköstum, kviðverkjum og niðurgangi og koma einkennin oftast skyndilega. Smit berst ýmist frá sýktum einstaklingi eða sýktu vatni eða matvælum. Einkennin við sýkingunni eru leið líkamans til að losa sig við eiturefni, veirur eða bakteríur. Misjafnt er hversu lengi einkennin vara, eða allt frá tveimur til níu daga. Í flestum tilfellum er ekki um hættuleg veikindi að ræða, en þó verður að huga sérstaklega vel að börnum, gamalmennum og sjúklingum sem geta veikst alvarlega.

Algengast er að uppsölu- og niðurgangspestir séu af völdum veira en þær geta þó einnig orsakast af bakteríum. Nauðsynlegt er að greina þarna á milli því uppsölu- og niðurgangspestir af völdum baktería er hægt að meðhöndla með sýklalyfjum. Þar sem veirur eru algengasti orsakavaldur uppsölu- og niðurgangspesta eru það fyrirbyggjandi þættir sem skipta mestu máli.



Þeir sem hafa fengið gubbupest kannast líklega við þessa stellingu!

Það er ýmislegt hægt að gera til að forðast uppsölu- og niðurgangspestir. Þar sem þær eru oft af völdum matarsýkinga er mikilvægt að þvo sér reglulega og vel og vandlega um hendur. Ekki nota mataráhöld sem einhver annar hefur einnig notað. Á ferðalagi í útlöndum á ekki að drekka neysluvatn nema fólk sé visst um að það sé í lagi. Ísmolar eru frystir úr neysluvatni og ber að forðast þá þar sem neysluvatn er ekki drykkjarhæft. Einnig á að forðast neyslu hrárra matvæla.

Rétt er að leita læknis ef fólk hefur ekki getað drukkið neinn vökva í meira en 24 klst. Eins ef uppköst hafa staðið í meira en 2–3 daga, ef blóð er í uppköstunum, ef einkenni ofþornunar koma fram, svo sem þurrkur í munni, þvag verður dökkt á litinn eða ef blóð er í hægðum.

Viðbrögð við uppsölu- og niðurgangspestum eru meðal annars að hvíla magann og reyna ekki að borða fyrst eftir að einkenni koma fram. Til að forðast ofþornun, má reyna að sjúga ísmola eða frostpinna. Einnig ættu menn að reyna að drekka eins mikið og mögulegt er og þá er oft gott að taka litla sopa. Vatn, kók eða sprite henta vel.

Þegar ró er komin á meltingarfærin, er rétt að byrja varlega að neyta matar aftur, gott er að byrja með tekexi, ristuðu brauði, hrísgrjónum, eplum eða banana. Forðast ber mjólkurvörur, matvæli sem innihalda mikið af fitu eða eru mikið krydduð, einnig ættu menn að sneiða hjá koffíni, áfengi og nikótíni. Svo má ekki gleyma hvíldinni, hún er mikilvæg meðan veikindi ganga yfir.

Í þeim tilfellum þar sem uppsölu- og niðurgangspest er af völdum eiturefna gengur sýkingin yfir á 12–24 klst. Mikill vökvi ásamt söltum og steinefnum tapast við uppköst og niðurgang og því mikilvægt að drekka vel til að líkaminn ofþorni ekki. Þeir sem eru að taka þvagræsilyf þurfa að fara sérstaklega varlega og í sumum tilfellum er rétt að hætta töku þeirra meðan á veikindum stendur, það skal þó ekki gert nema í samráði við lækni.

Helsti fylgikvilli uppsölu- og niðurgangspesta er vökvatap og er því mikilvægt að bæta upp þann vökva, salt og steinefni sem tapast með uppsölu og niðurgangi. Ef svo mikil ógleði fylgir að sjúklingur getur ekki drukkið nægan vökva til að koma í veg fyrir ofþornun þarf að leiðrétta vökvatap með því að gefa vökva í æð og þarf sú meðferð að fara fram á sjúkrahúsi. Ekki er meðhöndlað með sýklalyfjum nema um bakteríusýkingu sé að ræða.

Í langflestum tilfellum gengur matareitrun yfir á sólarhring en matarsýkingar af völdum baktería á um það bil viku og í flestum tilfellum nægir að meðhöndla með vökva, söltum og steinefnum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Blog, MD. Sótt 27. 1. 2009


Þetta svar er lítillega aðlagaður pistill af

" target="_blank">Doktor.is
og birt hér með góðfúslegu leyfi....