Eldur kviknar þegar súrefni eða ildi kemst að eldfimu efni og hiti er nógu hár til að koma eldinum af stað. Þá losnar svokölluð efnaorka úr læðingi, sameindir efnisins fara að hreyfast með miklum hraða og sleppa sem gas frá efninu sem er að brenna. Þessi hreyfing sameindanna er einmitt til marks um það sem við köllum hita og vegna hans verður efnið glóandi og við tölum um eld.Logandi kerti er notað sem dæmi til nánari útskýringar en þegar kertavax brennur losnar orka sem að hluta til myndar ljós, kertalogann, en að hluta til berst til okkar sem varmi. Þess vegna finnst okkur kertalogi og eldur heitur. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst? eftir Ágúst Kvaran
- Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvers vegna kemur reykurinn af eldinum? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn? eftir Harald Ólafsson
- Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? eftir Sævar Helga Bragason
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.