Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær maður exem?

Guðrún Gyða Hauksdóttir

Áður hefur verið fjallað um exem og einkenni þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er exem og hver eru einkenni þess? en þar segir meðal annars að exem sé langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og er einnig algengast hjá börnum. Orsök þess er ekki fullljós en fylgni við ofnæmi er vel þekkt.

Sjúkdómurinn er arfgengur en ekki smitandi; enginn munur virðist þó vera milli kynja né kynþátta á tíðni sjúkdómsins. Sjúkdómurinn getur versnað vegna ýmissa utanaðkomandi þátta eins og gæludýrahára og frjókorna en eins innri þátta á borð við streitu og hormónamagn.

Arfgengir þættir:

Þótt orsakagenið hafi ekki enn fundist gefa rannsóknir til kynna að ofnæmisexem stafi fyrst og fremst af arfgengum þáttum.

Ef foreldrar barns eru með ofnæmisexem eru miklar líkur á að barnið fái líka sjúkdóminn. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt fram á að 60% barna sem eiga foreldri með ofnæmisexem séu líka með exem og í þeim tilfellum þar sem báðir foreldrar hafa verið með sjúkdóminn reynast 80% barna líka með hann.

Margir eru með ofnæmi fyrir frjókornum.

Umhverfisþættir:

Nokkrir þættir finnast í umhverfinu sem geta gert ofnæmisexem verra.

Ofnæmisvakar (e. allergen) eru efni sem geta kallað fram óeðlileg viðbrögð í líkamanum. Þetta er kallað ofnæmisviðbragð. Sumir algengustu ofnæmisvakarnir sem geta gert ofnæmisexem verra eru:

Ýmsir algengir ofnæmisvakar í fæðu geta líka haft þessi áhrif, eins og:

Þessir ofnæmisvakar í fæðu hafa áhrif á um 10% barna með ofnæmisexem en það er tiltölulega sjaldgæft að þeir hafi neikvæð áhrif á sjúkdóminn hjá fullorðnum.

Hormónabreytingar:

Breytingar á magni hormóna í líkamanum geta haft áhrif á einkennin og því finna margar konur að sjúkdómurinn breytist eftir tíðahringnum. Hjá um 30% kvenna með exem blossar sjúkdómurinn upp nokkrum dögum fyrir blæðingar. Þungun getur einnig haft áhrif á sjúkdóminn og allt að 50% kvenna finna fyrir að einkenni ágerist á meðgöngu.

Streita:

Þótt þekkt sé að streita og einkenni sjúkdómsins fylgist að er ekki fyllilega vitað með hvaða hætti það gerist. Sumir telja að sjúkdómurinn versni við álag en aðrir telja fremur að sjúkdómurinn valdi streitu.

Árstíðir:

Flestir með sjúkdóminn finna að einkennin skána eða batna yfir sumartímann og versna á veturna. Aðalástæðan er talin vera sú að loft er rakara á sumrin sem gerir húðþurrkinn minni.

Hreyfing:

Flestir finna fyrir að einkenni ágerist við að svitna. Þess vegna er mikilvægt að verða ekki of heitt við æfingar með að gæta þess að drekka vel og gera reglulega hlé meðan á æfingum stendur ef mögulegt er.

Heimild:

Mynd:

Einnig var spurt:
Fyrir hverju er maður með ofnæmi ef maður er með exem?


Þetta svar birtist upphaflega sem hluti af grein á vefsetrinu Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

hjúkrunarfræðingur

Útgáfudagur

3.5.2013

Spyrjandi

Ernst Guðni Hólmgeirsson, f. 1995, Aðalsteinn Valsson, Arnar Jónsson

Tilvísun

Guðrún Gyða Hauksdóttir. „Af hverju fær maður exem?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59351.

Guðrún Gyða Hauksdóttir. (2013, 3. maí). Af hverju fær maður exem? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59351

Guðrún Gyða Hauksdóttir. „Af hverju fær maður exem?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59351>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður exem?
Áður hefur verið fjallað um exem og einkenni þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er exem og hver eru einkenni þess? en þar segir meðal annars að exem sé langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og er einnig algengast hjá börnum. Orsök þess er ekki fullljós en fylgni við ofnæmi er vel þekkt.

Sjúkdómurinn er arfgengur en ekki smitandi; enginn munur virðist þó vera milli kynja né kynþátta á tíðni sjúkdómsins. Sjúkdómurinn getur versnað vegna ýmissa utanaðkomandi þátta eins og gæludýrahára og frjókorna en eins innri þátta á borð við streitu og hormónamagn.

Arfgengir þættir:

Þótt orsakagenið hafi ekki enn fundist gefa rannsóknir til kynna að ofnæmisexem stafi fyrst og fremst af arfgengum þáttum.

Ef foreldrar barns eru með ofnæmisexem eru miklar líkur á að barnið fái líka sjúkdóminn. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt fram á að 60% barna sem eiga foreldri með ofnæmisexem séu líka með exem og í þeim tilfellum þar sem báðir foreldrar hafa verið með sjúkdóminn reynast 80% barna líka með hann.

Margir eru með ofnæmi fyrir frjókornum.

Umhverfisþættir:

Nokkrir þættir finnast í umhverfinu sem geta gert ofnæmisexem verra.

Ofnæmisvakar (e. allergen) eru efni sem geta kallað fram óeðlileg viðbrögð í líkamanum. Þetta er kallað ofnæmisviðbragð. Sumir algengustu ofnæmisvakarnir sem geta gert ofnæmisexem verra eru:

Ýmsir algengir ofnæmisvakar í fæðu geta líka haft þessi áhrif, eins og:

Þessir ofnæmisvakar í fæðu hafa áhrif á um 10% barna með ofnæmisexem en það er tiltölulega sjaldgæft að þeir hafi neikvæð áhrif á sjúkdóminn hjá fullorðnum.

Hormónabreytingar:

Breytingar á magni hormóna í líkamanum geta haft áhrif á einkennin og því finna margar konur að sjúkdómurinn breytist eftir tíðahringnum. Hjá um 30% kvenna með exem blossar sjúkdómurinn upp nokkrum dögum fyrir blæðingar. Þungun getur einnig haft áhrif á sjúkdóminn og allt að 50% kvenna finna fyrir að einkenni ágerist á meðgöngu.

Streita:

Þótt þekkt sé að streita og einkenni sjúkdómsins fylgist að er ekki fyllilega vitað með hvaða hætti það gerist. Sumir telja að sjúkdómurinn versni við álag en aðrir telja fremur að sjúkdómurinn valdi streitu.

Árstíðir:

Flestir með sjúkdóminn finna að einkennin skána eða batna yfir sumartímann og versna á veturna. Aðalástæðan er talin vera sú að loft er rakara á sumrin sem gerir húðþurrkinn minni.

Hreyfing:

Flestir finna fyrir að einkenni ágerist við að svitna. Þess vegna er mikilvægt að verða ekki of heitt við æfingar með að gæta þess að drekka vel og gera reglulega hlé meðan á æfingum stendur ef mögulegt er.

Heimild:

Mynd:

Einnig var spurt:
Fyrir hverju er maður með ofnæmi ef maður er með exem?


Þetta svar birtist upphaflega sem hluti af grein á vefsetrinu Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi....