Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju verða tennur skakkar?

Teitur Jónsson

Tann- og bitskekkja er talin stafa fyrst og fremst af arfgengum orsökum. Hvert mannsbarn hlýtur í vöggugjöf úr ýmsum áttum fjölda eininga sem þurfa að raðast vel saman til þess að úr verði rétt bit og réttar tennur. Ef kjálkar, tennur og mjúkvefir andlitsins mynda ekki samræmda heild verður útkoman meira eða minna frávik sem hægt er að leggja á mælistiku og kalla skekkju.

Rannsóknir benda til þess að tannskekkja Íslendinga sé minni en ýmissa blandaðri þjóða og kemur það heim og saman við þá kenningu að einsleitur uppruni sé heppilegur að þessu leyti.

Til eru skilgreiningar á því sem talið er fullkomlega rétt bit, en hins vegar eru skiptar skoðanir á því hversu stórt frávikið þurfi að vera til að flokkast undir tannskekkju. Ekki hefur verið sýnt fram á að tannskekkja valdi miklum heilsufarslegum vandamálum, en rannsóknir sýna hins vegar að útlit tannanna getur haft áhrif á sjálfsmynd, félagslega stöðu og jafnvel tækifæri í lífinu.



Þrengsli eru einföld birtingarmynd misræmis í arfgengum þáttum; annarsvegar í tannstærð en hins vegar í lengd og breidd tannboganna.

Þó að beinar arfgengar orsakir vegi þyngst má nefna aðra þætti sem geta valdið tann- eða bitskekkju. Meðal þeirra er öndunarmunstrið, sem oft má kalla óbeina arfgenga orsök. Þannig veldur treg neföndun hjá börnum og unglingum aukinni munnöndun og þar með breytingu á höfuðburði og á stöðu tungunnar, sem síðan stýrir vexti kjálkanna og innbyrðis afstöðu þeirra.

Eiginlegir umhverfisþættir geta einnig haft tímabundin eða langvarandi áhrif á tannstöðu eða bit, til dæmis ýmsar þroskatruflanir, sjúkdómar, áverkar, tanntap og ávanar eins og fingursog eða notkun snuðs. Síðast en ekki síst má nefna að mjúkvefir hafa áhrif á tannstöðuna, þar sem tannbogarnir verða stöðugt fyrir þrýstingi andlits- og tyggingarvöðva að utanverðu, en tungunnar að innanverðu. Ef þetta jafnvægi raskast geta orðið breytingar á tannstöðu hvenær sem er á ævinni.

Mynd: Teitur Jónsson.

Höfundur

lektor í tannlæknadeild HÍ

Útgáfudagur

19.1.2009

Spyrjandi

Jóhanna Ríkharðsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Teitur Jónsson. „Af hverju verða tennur skakkar?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17204.

Teitur Jónsson. (2009, 19. janúar). Af hverju verða tennur skakkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17204

Teitur Jónsson. „Af hverju verða tennur skakkar?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17204>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju verða tennur skakkar?
Tann- og bitskekkja er talin stafa fyrst og fremst af arfgengum orsökum. Hvert mannsbarn hlýtur í vöggugjöf úr ýmsum áttum fjölda eininga sem þurfa að raðast vel saman til þess að úr verði rétt bit og réttar tennur. Ef kjálkar, tennur og mjúkvefir andlitsins mynda ekki samræmda heild verður útkoman meira eða minna frávik sem hægt er að leggja á mælistiku og kalla skekkju.

Rannsóknir benda til þess að tannskekkja Íslendinga sé minni en ýmissa blandaðri þjóða og kemur það heim og saman við þá kenningu að einsleitur uppruni sé heppilegur að þessu leyti.

Til eru skilgreiningar á því sem talið er fullkomlega rétt bit, en hins vegar eru skiptar skoðanir á því hversu stórt frávikið þurfi að vera til að flokkast undir tannskekkju. Ekki hefur verið sýnt fram á að tannskekkja valdi miklum heilsufarslegum vandamálum, en rannsóknir sýna hins vegar að útlit tannanna getur haft áhrif á sjálfsmynd, félagslega stöðu og jafnvel tækifæri í lífinu.



Þrengsli eru einföld birtingarmynd misræmis í arfgengum þáttum; annarsvegar í tannstærð en hins vegar í lengd og breidd tannboganna.

Þó að beinar arfgengar orsakir vegi þyngst má nefna aðra þætti sem geta valdið tann- eða bitskekkju. Meðal þeirra er öndunarmunstrið, sem oft má kalla óbeina arfgenga orsök. Þannig veldur treg neföndun hjá börnum og unglingum aukinni munnöndun og þar með breytingu á höfuðburði og á stöðu tungunnar, sem síðan stýrir vexti kjálkanna og innbyrðis afstöðu þeirra.

Eiginlegir umhverfisþættir geta einnig haft tímabundin eða langvarandi áhrif á tannstöðu eða bit, til dæmis ýmsar þroskatruflanir, sjúkdómar, áverkar, tanntap og ávanar eins og fingursog eða notkun snuðs. Síðast en ekki síst má nefna að mjúkvefir hafa áhrif á tannstöðuna, þar sem tannbogarnir verða stöðugt fyrir þrýstingi andlits- og tyggingarvöðva að utanverðu, en tungunnar að innanverðu. Ef þetta jafnvægi raskast geta orðið breytingar á tannstöðu hvenær sem er á ævinni.

Mynd: Teitur Jónsson....