Þó að beinar arfgengar orsakir vegi þyngst má nefna aðra þætti sem geta valdið tann- eða bitskekkju. Meðal þeirra er öndunarmunstrið, sem oft má kalla óbeina arfgenga orsök. Þannig veldur treg neföndun hjá börnum og unglingum aukinni munnöndun og þar með breytingu á höfuðburði og á stöðu tungunnar, sem síðan stýrir vexti kjálkanna og innbyrðis afstöðu þeirra. Eiginlegir umhverfisþættir geta einnig haft tímabundin eða langvarandi áhrif á tannstöðu eða bit, til dæmis ýmsar þroskatruflanir, sjúkdómar, áverkar, tanntap og ávanar eins og fingursog eða notkun snuðs. Síðast en ekki síst má nefna að mjúkvefir hafa áhrif á tannstöðuna, þar sem tannbogarnir verða stöðugt fyrir þrýstingi andlits- og tyggingarvöðva að utanverðu, en tungunnar að innanverðu. Ef þetta jafnvægi raskast geta orðið breytingar á tannstöðu hvenær sem er á ævinni. Mynd: Teitur Jónsson.
Þó að beinar arfgengar orsakir vegi þyngst má nefna aðra þætti sem geta valdið tann- eða bitskekkju. Meðal þeirra er öndunarmunstrið, sem oft má kalla óbeina arfgenga orsök. Þannig veldur treg neföndun hjá börnum og unglingum aukinni munnöndun og þar með breytingu á höfuðburði og á stöðu tungunnar, sem síðan stýrir vexti kjálkanna og innbyrðis afstöðu þeirra. Eiginlegir umhverfisþættir geta einnig haft tímabundin eða langvarandi áhrif á tannstöðu eða bit, til dæmis ýmsar þroskatruflanir, sjúkdómar, áverkar, tanntap og ávanar eins og fingursog eða notkun snuðs. Síðast en ekki síst má nefna að mjúkvefir hafa áhrif á tannstöðuna, þar sem tannbogarnir verða stöðugt fyrir þrýstingi andlits- og tyggingarvöðva að utanverðu, en tungunnar að innanverðu. Ef þetta jafnvægi raskast geta orðið breytingar á tannstöðu hvenær sem er á ævinni. Mynd: Teitur Jónsson.