Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1445 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur

Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er nafnið Dagmar í eignarfalli?

Kvenmannsnafnið Dagmar beygist á eftirfarandi hátt: Nf. Dagmar Þf. Dagmar Þgf. Dagmar Ef. DagmararMeiri fróðleik um þetta nafn má finna í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni (Reykjavík: Heimskringla, 1991). ...

category-iconEfnafræði

Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?

Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleiku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til staðir á Íslandi sem draga nöfn sín af rekavið?

Örnefnin Rekavík bak Látur og Rekavík bak Höfn í Norður-Ísafjarðarsýslu eru dæmi um örnefni dregin af rekavið. Rekavatn er á bænum Höfnum á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu. Rekaá er á Tjörnesi og Reki er örnefni í Öxarfirði. Þá er ekki ólíklegt að Bolungarvík tengist rekaviði, þar sem bolungur merkir ‚viðar...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða nöfn á að nota um afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar?

Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...

category-iconÞjóðfræði

Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir?

Elsta ritheimild um orðið jólasvein er frá síðari hluta 17. aldar, í Grýlukvæði sem eignað er Stefáni Ólafssyni presti í Vallanesi. Þar er orðið í fleirtölu, eins og nær alltaf þegar vísað er til þessara fyrirbæra. Í Grýlukvæði Stefáns er enginn sveinanna nafngreindur. Elsta heimild sem tilgreinir fjölda jólasv...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Sighvatur Þórðarson?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var Sighvatur Þórðarson? Hvað gerði hann og var hann skyldur Snorra Sturlusyni? Sighvatur Þórðarson var sonur Þórðar nokkurs sem var kallaður Sigvaldaskáld. Þórður var íslenskur maður en hafði verið með Sigvalda jarli í Noregi og komst síðan í þjónustu Ólafs konungs Harald...

category-iconFornfræði

Hvernig segir maður 'íslensk rímorðasíða' á latínu og af hverju?

Hugtakið rím er ekki til í klassískri latínu. Rómverjar höfðu engan áhuga á rími og hugtakið varð sennilega ekki til fyrr en á miðöldum enda þótt lengi hefði tíðkast í mælskufræði að vekja athygli á orðum með svipaðar endingar. Það nefndu Grikkir homoiotelevton. Þá hefur sennilega ekki verið til neitt eitt orð fyr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð?

Íslenska er eitt germanskra mála, nánar tiltekið norðurgermanskt mál eins og danska, færeyska, norska og sænska. Í germönskum málum varð sú hljóðbreyting að indóevrópsk lokhljóð urðu að órödduðum önghljóðum og er eitt það mikilvægasta einkennið, sem skilur germanska málaflokkinn frá öðrum innan indóevrópsku málafj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig hefur íslensk flóra breyst í grófum dráttum frá landnámi?

Í stuttu máli þá breyttust magnhlutföll tegunda í flóru landsins mikið fyrst eftir landnám. Tegundum fjölgaði verulega og eru um 70-80 tegundir orðnar ílendar í dag, sem ekki voru í landinu fyrir landnám. Um 250 tegundir til viðbótar hafa borist til landsins utan ræktunar, en ekki náð að ílendast varanlega. Ekki e...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni?

Það vill oft vefjast fyrir ýmsum hvernig fara skuli með málfræðilegt kyn og raunkyn. Með málfræðilegu kyni er átt við það kyn sem ákveðin orð hafa í málvitund fólks en með raunkyni, sem einnig er nefnt líffræðilegt kyn, er aftur á móti átt við kyn þess sem vísað er til. Orðið naut er hvorugkyns í málvitundinni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að skilgreina íslenska tungu?

Við sem eigum íslensku að móðurmáli erum ekki í vandræðum með að þekkja hana þegar við heyrum hana talaða eða sjáum hana á prenti, en málið vandast ef við eigum að skilgreina tunguna. Fram á síðustu öld hefði dugað að segja: „Íslenska er það tungumál sem er talað á Íslandi“, því að tæpast voru önnur tungumál töluð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Lifir einhver dýrategund á Íslandi sem finnst hvergi annars staðar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hægt að tiltaka einhverja dýrategund sem séríslenska? Í þessu svari er gengið út frá því átt sé við tegundir sem eru einlendar (e. endemic) hér á landi. Í líffræði er talað um að tegund lífveru sé einlend ef hún er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði o...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru til margir litir og hvað heita þeir allir?

Litirnir eru í raun og veru óendanlega margir en við sjáum þá ekki alla. Mannsaugað greinir líklega á milli einnar til 10 milljóna lita. Af því að litirnir sem við greinum eru svona margir bera þeir fæstir nöfn. Fyrir flesta er nóg að þekkja heiti á fáum litum, til dæmis heitin sem við lærum sem smábörn af barn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er algengasta nafn á Íslandi?

Algengasta nafnið á Íslandi mun vera karlmannsnafnið Jón og hefur verið það um aldir. Í fyrsta manntali sem tekið var á Íslandi 1703 hét fjórði hver maður á landinu Jón. Algengasta kvenmannsnafn þá var Guðrún og hét fimmta hver kona því nafni 1703. Það hefur til skamms tíma verið algengast kvenmannsnafna. Bæði þes...

Fleiri niðurstöður