Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Það vill oft vefjast fyrir ýmsum hvernig fara skuli með málfræðilegt kyn og raunkyn. Með málfræðilegu kyni er átt við það kyn sem ákveðin orð hafa í málvitund fólks en með raunkyni, sem einnig er nefnt líffræðilegt kyn, er aftur á móti átt við kyn þess sem vísað er til.

Orðið naut er hvorugkyns í málvitundinni. Málfræðilega kynið er því hvorugkyn. Raunkynið er karlkyn þar sem nautið er karldýr. „Nautið er mannýgt, það ræðst á fólk“ er rétt setning og truflar engan. Kýr hefur sama málfræðilegt kyn og raunkyn. „Kýrin mjólkar vel. Hún er besta mjólkurkýrin á bænum,“ er líka rétt setning.

Málfræðilegt kyn orðsins barn er hvorugkyn. Ef spurt er: „hvar eru börnin?“ er oftast átt við börn af báðum kynjum og rétt svar væri: „þau eru úti“. Annað er uppi á teningnum ef spurt er: „hvar eru krakkarnir?“ Þá er rétt svar: „þeir eru úti,“ jafnvel þótt átt sé við börn af báðum kynjum. Þar fer ekki saman málfræðilegt kyn og raunkyn. Hetja er kvenkynsorð að málfræðilegu kyni. Setningin: „handboltahetjurnar okkar koma heim í dag,“ kallar á framhaldið: „þær stóðu sig vel á mótinu,“ þótt í liðinu hafi verið tómir karlmenn.

Skáld er hvorugkyns að málfræðilegu kyni en raunkynið getur bæði verið karlkyn og kvenkyn. Fornafnið sem staðið getur fyrir skáld er það, þ.e. hvorugkyn. „Skáldið kom fram á kynningunni. Það las úr óbirtum ljóðum sínum,“ er rétt setning hvort sem skáldið var karl eða kona.

Í dæmum sem þessum er oft reynt að umorða þannig að ekki leiki vafi á við hvað er átt.

Sjá einnig svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni: Hvers vegna hafa nafnorð kyn?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.6.2002

Spyrjandi

Steinunn Helga Jakobsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2516.

Guðrún Kvaran. (2002, 21. júní). Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2516

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2516>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni?
Það vill oft vefjast fyrir ýmsum hvernig fara skuli með málfræðilegt kyn og raunkyn. Með málfræðilegu kyni er átt við það kyn sem ákveðin orð hafa í málvitund fólks en með raunkyni, sem einnig er nefnt líffræðilegt kyn, er aftur á móti átt við kyn þess sem vísað er til.

Orðið naut er hvorugkyns í málvitundinni. Málfræðilega kynið er því hvorugkyn. Raunkynið er karlkyn þar sem nautið er karldýr. „Nautið er mannýgt, það ræðst á fólk“ er rétt setning og truflar engan. Kýr hefur sama málfræðilegt kyn og raunkyn. „Kýrin mjólkar vel. Hún er besta mjólkurkýrin á bænum,“ er líka rétt setning.

Málfræðilegt kyn orðsins barn er hvorugkyn. Ef spurt er: „hvar eru börnin?“ er oftast átt við börn af báðum kynjum og rétt svar væri: „þau eru úti“. Annað er uppi á teningnum ef spurt er: „hvar eru krakkarnir?“ Þá er rétt svar: „þeir eru úti,“ jafnvel þótt átt sé við börn af báðum kynjum. Þar fer ekki saman málfræðilegt kyn og raunkyn. Hetja er kvenkynsorð að málfræðilegu kyni. Setningin: „handboltahetjurnar okkar koma heim í dag,“ kallar á framhaldið: „þær stóðu sig vel á mótinu,“ þótt í liðinu hafi verið tómir karlmenn.

Skáld er hvorugkyns að málfræðilegu kyni en raunkynið getur bæði verið karlkyn og kvenkyn. Fornafnið sem staðið getur fyrir skáld er það, þ.e. hvorugkyn. „Skáldið kom fram á kynningunni. Það las úr óbirtum ljóðum sínum,“ er rétt setning hvort sem skáldið var karl eða kona.

Í dæmum sem þessum er oft reynt að umorða þannig að ekki leiki vafi á við hvað er átt.

Sjá einnig svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni: Hvers vegna hafa nafnorð kyn?...