Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margir litir og hvað heita þeir allir?

JGÞ

Litirnir eru í raun og veru óendanlega margir en við sjáum þá ekki alla. Mannsaugað greinir líklega á milli einnar til 10 milljóna lita.

Af því að litirnir sem við greinum eru svona margir bera þeir fæstir nöfn. Fyrir flesta er nóg að þekkja heiti á fáum litum, til dæmis heitin sem við lærum sem smábörn af barnabókum og í leikskólanum.

Örlítið brot af þeim litum sem mannsaugað greinir.

Sumir þurfa að þekkja fleiri litaheiti, til dæmis málarar. Ef við förum í málningavöruverslun og sjáum litakort þá er hentugt að hafa einhver heiti á öllum litunum sem við getum málað með. Það einfaldar alla umræðu um litina. Það er miklu einfaldara að kaupa okkurgulan lit heldur en til dæmis lit sem kallaðist B-12987.

En annars er engin sérstök þörf á að gefa öllum litunum sem mannaugað getur greint einhver nöfn. Það mundu til dæmis fáir nenna að leggja nöfnin á minnið, nema kannski ofvitar, en um þá er hægt að lesa í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um ofvita?

Frekari fróðleikur um liti á Vísindavefnum:

Mynd: Wikipedia - Color psychology. (Sótt 26. 6. 2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Síðast uppfært

26.6.2018

Spyrjandi

Daníel Adam Pilkington, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru til margir litir og hvað heita þeir allir?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7151.

JGÞ. (2008, 4. mars). Hvað eru til margir litir og hvað heita þeir allir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7151

JGÞ. „Hvað eru til margir litir og hvað heita þeir allir?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7151>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margir litir og hvað heita þeir allir?
Litirnir eru í raun og veru óendanlega margir en við sjáum þá ekki alla. Mannsaugað greinir líklega á milli einnar til 10 milljóna lita.

Af því að litirnir sem við greinum eru svona margir bera þeir fæstir nöfn. Fyrir flesta er nóg að þekkja heiti á fáum litum, til dæmis heitin sem við lærum sem smábörn af barnabókum og í leikskólanum.

Örlítið brot af þeim litum sem mannsaugað greinir.

Sumir þurfa að þekkja fleiri litaheiti, til dæmis málarar. Ef við förum í málningavöruverslun og sjáum litakort þá er hentugt að hafa einhver heiti á öllum litunum sem við getum málað með. Það einfaldar alla umræðu um litina. Það er miklu einfaldara að kaupa okkurgulan lit heldur en til dæmis lit sem kallaðist B-12987.

En annars er engin sérstök þörf á að gefa öllum litunum sem mannaugað getur greint einhver nöfn. Það mundu til dæmis fáir nenna að leggja nöfnin á minnið, nema kannski ofvitar, en um þá er hægt að lesa í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um ofvita?

Frekari fróðleikur um liti á Vísindavefnum:

Mynd: Wikipedia - Color psychology. (Sótt 26. 6. 2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....