Sólin Sólin Rís 07:49 • sest 19:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 07:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 12:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:49 • sest 19:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 07:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 12:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Lifir einhver dýrategund á Íslandi sem finnst hvergi annars staðar?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er hægt að tiltaka einhverja dýrategund sem séríslenska?

Í þessu svari er gengið út frá því átt sé við tegundir sem eru einlendar (e. endemic) hér á landi. Í líffræði er talað um að tegund lífveru sé einlend ef hún er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Einlendar tegundir finnast helst á eyjum og öðrum einangruðum svæðum þótt ekki sé það algilt. Um einlendar tegundir er nánar fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru einlendar dýrategundir?

Ísland er vissulega eyja lagt út í hafi en hér eru þó afar fáar einlendar tegundir. Helsta ástæða þess er talin vera sú hversu saga lífs er stutt hér á landi. Aðeins eru um 10-12 þúsund ár síðan landið kom undan ísaldarjöklinum og nánast allar núlifandi tegundir lífvera á Íslandi bárust hingað eftir síðasta jökulskeið. Myndun nýrra tegunda getur hins vegar tekið þúsundir eða milljónir ára.

Crymostygius thingvallensis sem kalla mætti þingvallamarfló er ein örfárra einlendra dýrategunda á Íslandi.

Á Íslandi finnast þó örfáar einlendar tegundir, meðal annars tvær tegundir af ferskvatnsmarflóm. Þessar tegundir eru Crangonyx islandicus sem kalla má íslandsmarfló og Crymostygius thingvallensis eða þingvallamarfló. Báðar lifa þær í grunnvatni undir hraunum á eldvirkum svæðum landsins. Ólíkt flestum öðrum tegundum lífvera á Íslandi eru þær nokkurra milljón ára gamlar og lifðu ísöldina af í grunnvatni undir ísaldarjöklinum.

Af skordýrum þá er tvívængjan birkisveifa (Platycheirus islandicus), af ætt svifflugna (e. hoverfly), talin er vera einlend tegund á Íslandi. Svo má nefna bandorminn Confluaria islandica (ekki er vitað hvort hann hefur íslenskt heiti) sem fundist hefur í þörmum flórgoða (Podiceps auritus) á Mývatni.

Þótt einlendar tegundir hér á landi kunni að vera fleiri þá er ljóst að þær eru mjög fáar. Hins vegar er ekki ólíklegt að sér íslenskum tegundum fjölgi í fjarlægri framtíð, samanber eftirfarandi klausu úr svari við spurningunni Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?

Þó [bleikju]afbrigðin flokkist núna sem sama tegund varir það tæplega að eilífu. Er mögulegt að samsvæða tegundamyndun sé í gangi í Þingvallavatni, þar sem bleikjuafbrigðin séu að verða að mismunandi tegundum? Svarið við þessari spurningu gæti verið já eftir önnur tíu þúsund ár.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.3.2025

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Lifir einhver dýrategund á Íslandi sem finnst hvergi annars staðar?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2025, sótt 14. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=86451.

Jón Már Halldórsson. (2025, 14. mars). Lifir einhver dýrategund á Íslandi sem finnst hvergi annars staðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86451

Jón Már Halldórsson. „Lifir einhver dýrategund á Íslandi sem finnst hvergi annars staðar?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2025. Vefsíða. 14. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86451>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Lifir einhver dýrategund á Íslandi sem finnst hvergi annars staðar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er hægt að tiltaka einhverja dýrategund sem séríslenska?

Í þessu svari er gengið út frá því átt sé við tegundir sem eru einlendar (e. endemic) hér á landi. Í líffræði er talað um að tegund lífveru sé einlend ef hún er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Einlendar tegundir finnast helst á eyjum og öðrum einangruðum svæðum þótt ekki sé það algilt. Um einlendar tegundir er nánar fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru einlendar dýrategundir?

Ísland er vissulega eyja lagt út í hafi en hér eru þó afar fáar einlendar tegundir. Helsta ástæða þess er talin vera sú hversu saga lífs er stutt hér á landi. Aðeins eru um 10-12 þúsund ár síðan landið kom undan ísaldarjöklinum og nánast allar núlifandi tegundir lífvera á Íslandi bárust hingað eftir síðasta jökulskeið. Myndun nýrra tegunda getur hins vegar tekið þúsundir eða milljónir ára.

Crymostygius thingvallensis sem kalla mætti þingvallamarfló er ein örfárra einlendra dýrategunda á Íslandi.

Á Íslandi finnast þó örfáar einlendar tegundir, meðal annars tvær tegundir af ferskvatnsmarflóm. Þessar tegundir eru Crangonyx islandicus sem kalla má íslandsmarfló og Crymostygius thingvallensis eða þingvallamarfló. Báðar lifa þær í grunnvatni undir hraunum á eldvirkum svæðum landsins. Ólíkt flestum öðrum tegundum lífvera á Íslandi eru þær nokkurra milljón ára gamlar og lifðu ísöldina af í grunnvatni undir ísaldarjöklinum.

Af skordýrum þá er tvívængjan birkisveifa (Platycheirus islandicus), af ætt svifflugna (e. hoverfly), talin er vera einlend tegund á Íslandi. Svo má nefna bandorminn Confluaria islandica (ekki er vitað hvort hann hefur íslenskt heiti) sem fundist hefur í þörmum flórgoða (Podiceps auritus) á Mývatni.

Þótt einlendar tegundir hér á landi kunni að vera fleiri þá er ljóst að þær eru mjög fáar. Hins vegar er ekki ólíklegt að sér íslenskum tegundum fjölgi í fjarlægri framtíð, samanber eftirfarandi klausu úr svari við spurningunni Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?

Þó [bleikju]afbrigðin flokkist núna sem sama tegund varir það tæplega að eilífu. Er mögulegt að samsvæða tegundamyndun sé í gangi í Þingvallavatni, þar sem bleikjuafbrigðin séu að verða að mismunandi tegundum? Svarið við þessari spurningu gæti verið já eftir önnur tíu þúsund ár.

Heimildir og mynd:...