Er hægt að tiltaka einhverja dýrategund sem séríslenska?Í þessu svari er gengið út frá því átt sé við tegundir sem eru einlendar (e. endemic) hér á landi. Í líffræði er talað um að tegund lífveru sé einlend ef hún er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Einlendar tegundir finnast helst á eyjum og öðrum einangruðum svæðum þótt ekki sé það algilt. Um einlendar tegundir er nánar fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru einlendar dýrategundir? Ísland er vissulega eyja lagt út í hafi en hér eru þó afar fáar einlendar tegundir. Helsta ástæða þess er talin vera sú hversu saga lífs er stutt hér á landi. Aðeins eru um 10-12 þúsund ár síðan landið kom undan ísaldarjöklinum og nánast allar núlifandi tegundir lífvera á Íslandi bárust hingað eftir síðasta jökulskeið. Myndun nýrra tegunda getur hins vegar tekið þúsundir eða milljónir ára.

Crymostygius thingvallensis sem kalla mætti þingvallamarfló er ein örfárra einlendra dýrategunda á Íslandi.
Þó [bleikju]afbrigðin flokkist núna sem sama tegund varir það tæplega að eilífu. Er mögulegt að samsvæða tegundamyndun sé í gangi í Þingvallavatni, þar sem bleikjuafbrigðin séu að verða að mismunandi tegundum? Svarið við þessari spurningu gæti verið já eftir önnur tíu þúsund ár.Heimildir og mynd:
- Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson. (2007). Grunnvatnsmarflær á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 76(1-2), bls. 22-28. http://timarit.is/page/4257167#page/n21/mode/2up
- van Steenis J., Ólafsson E. & Mengual X. (2023). Iceland, a mere remote island or a hoverfly (Diptera, Syrphidae) hotspot for endemism? A case study of Platycheirus islandicus Ringdahl, 1930 and P. manicatus Meigen, 1822. Journaal van Syrphidae 2(6): 1–22. https://doi.org/10.55710/1/ZJDA1070
- Náttúrfræðistofnun. (2024). Tegundaskrá smádýra. https://www.ni.is/sites/default/files/2024-12/tegundaskra_smadyra_vefur.pdf
- Menja von Schmealensee. (2010). Vágestir í vistkerfum - seinni hluti. Náttúrufræðingurinn 80(3-4), bls. 84-102. https://timarit.is/page/6468632?iabr=on#page/n3/mode/2up
- Náttúruminjasafn Íslands. Einlend tegund. Fróðleiksbrunnurinn. https://frodleiksbrunnur.is/einlend-tegund/
- Grunnvatnsmarflær – frumbyggjar Íslands. Landvernd. https://landvernd.is/grunnvatnsmarflaer/
- Myndir: Þorkell Heiðarsson. Birtar með góðfúslegu leyfi höfundar.