Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 342 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?

Orðið barði hefur fleiri en eina merkingu samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 I:90). Það merkir í fyrsta lagi ‘skip með járnbarði; skjöldur’, í öðru lagi ‘beinhákarl, barðfiskur’, í þriðja lagi ‘illeppur með garðaprjóni og mislitum röndum’ og í fjórða lagi ‘slitgúm á hjóli farartækis’. Það er síðasta merkingin sem hé...

category-iconLífvísindi: almennt

Þola veirur vel frost, hvað með veiruna sem veldur COVID-19?

Almennt má segja að veirur þoli betur kulda en hita. Veirur eru margar frostþolnar en fer það nokkuð eftir gerð veiranna og ekki síst eftir því í hvaða umhverfi veiran er. Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í sermisríkum frumuræktunarvökva við -80°C. Hægt er að geyma þær á þann hátt árum saman ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenningunni og hvað kallast þær?

Margir hafa sett fram þróunarkenningar, svo sem hinn gríski Anaximander eða frakkarnir Buffon og Lamarck og að sjálfsögu Charles Darwin. En spurt er um tegundir eða gerðir af þróunarkenningum. Færa má fyrir því rök að til séu tvenns konar þróunarkenningar. Þróun er breyting á ástandi einhvers kerfis í tíma. Þróu...

category-iconHugvísindi

Er hægt að flokka íþróttir undir menningu eða listir?

Já og nei. Orðin íþrótt og þó enn fremur menning og list hafa hvert um sig nokkrar merkingar. Orðabók Menningarsjóðs veitir þessa skýringu meðal annarra á list: 'sú íþrótt að búa til e-ð fagurt eða eftirtektarvert' og flokkar þannig list undir íþróttir í einum skilningi. Væntanlega hefur spyrjandi þó í huga ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær?

Stírur (t.d. eye gunk eða sleep crust á ensku) eru í raun storknuð tár. Stírur gegna engu sérstöku hlutverki í sjálfu sér en það gera tár. Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. Þeir eru álíka stórir og mandla og liggja göng frá þeim sem flytja tár að yfirborði efri augnloka. Tárin dreifast yfir y...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er tannsteinn og hvers vegna myndast hann?

Í svari Höllu Sigurjóns við spurningunni Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar? segir meðal annars um tannsýklu:Utan á tennur setjast óhreinindi og litur sem gera þær dökkar. Þar á meðal er tannsýklan sem er mjúkur, þunnur hjúpur, myndaður úr matarleifum, bakteríum, munnvatni og dauðum f...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýðir ISBN-talan fremst í bókum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað þýðir ISBN-talan fremst í íslenskum bókum? T.d. ISBN 9979-1-0047-8. ISBN stendur fyrir International Standard Book Number, og kallast á íslensku alþjóðlegt bóknúmer. Alþjóðlega bóknúmerið er nokkurs konar einkennistala sem þjónar þeim tilgangi að greina eitt rit sem bes...

category-iconHugvísindi

Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?

Opinbert nafn á því landi sem við venjulega köllum Holland er Nederland (notað í eintölu) en í þýsku er notuð fleirtölumyndin Niederlande þótt nafnið Holland sé einnig mjög algengt í daglegu tali. Holland er í raun nafn á vesturhluta landsins. Það takmarkast í vestri af Norðursjó og í austri af Ijsselmeer og s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir að biðja í tungum?

Spurningin til Vísindavefsins var í fullri lengd þessi: Hvað merkir að biðja í tungum? Það er vitnað í svipað orðalag á nokkrum stöðum í Biblíunni. T.d. 1. Korintubréf 14:13-15 Líka Korintubréf 14:4. Fyrra Korintubréf, 14. kafli, vers 13–14 eru svona í nýjustu biblíuþýðingu: Biðji því sá, er talar tungum, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: „Hann (hún) lést fyrir aldur fram árið ... aðeins ... ára að aldri“ „Hann (hún) lést um aldur fram árið... aðeins ... ára að aldri“ Með ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? T.d. hversu margir teljast eldri borgarar? Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga og byggir þetta svar á tölum þaðan. Í upphafi árs 2020 voru Íslendingar rétt rúmlega 364.000 talsins, 51,3% karlar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?

Um sögnina krepera segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:504): krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?

Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er ...

category-iconTölvunarfræði

Hversu margir útskrifuðust með BS-gráðu í tölvunarfæði úr íslenskum háskólum árin 2011-2020?

Tölvunarfræði er kennd við tvo háskóla á Íslandi, Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólann í Reykjavík (HR). Einnig er hægt að stunda nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri en það er í samstarfi við HR og nemendur eru því skráðir í síðarnefnda skólann. Á árunum 2011-2020 fengu 1.708 nemendur BS-gráðu í tölvunarf...

category-iconBókmenntir og listir

Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?

Þessari spurningu er vart hægt að svara þar sem ekki er hægt að tala um fyrstu, aðra eða þriðju Biblíu. Ef við hins vegar spyrjum „Hver skrifaði Biblíuna“, þá má svara því á þann veg að ekki er um einn höfund að ræða heldur eru hin mörgu og mismunandi rit Biblíunnar rituð af fjölmörgum höfundum sem flestir eru óþe...

Fleiri niðurstöður