Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: „Hann (hún) lést fyrir aldur fram árið ... aðeins ... ára að aldri“ „Hann (hún) lést um aldur fram árið... aðeins ... ára að aldri“ Með fyrirfram þakklæti fyrir að fá leiðbeiningar um þessi orðatiltæki sem oft þarf að nota.Í Íslenskri orðabók (2002:23) er undir flettunni aldur sambandið deyja fyrir aldur fram en ekki nefnt ... um aldur fram og er þess að vænta að ritstjórnin hafi valið það sem hún taldi rétt mál.
Orðasambandið deyja fyrir aldur fram (‘of snemma, fyrr en vænta mátti’) er af sama toga en í nútímamáli gætir þess nokkuð að það sé notað í myndinni um aldur fram, t.d. deyja langt um aldur fram (12.11.06). Hér gætir ugglaust áhrifa frá merkingu orðasambandsins um of, sbr. e-ð er (einum) um of. Sömu tilhneigingar gætir reyndar einnig í orðasambandinu rasa fyrir ráð fram en af því er einnig kunnugt afbrigðið rasa um ráð fram. Hvorug myndanna deyja um aldur fram né rasa um ráð fram styðst við uppruna.Jón hefur lengi kannað notkun forsetninga og atviksorða og tek ég undir svar hans. Heimild og mynd:
- Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- Mynd: Diana, Princess of Wales - Wikipedia. (Sótt 11. 9. 2017).