krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eða ‘springa (t.d. um flugskeyti)’.
Upp á það þriðja spursmál svarast af öllum vitnum sameiginlega, að nokkrar manneskjur hafi í þessari sýslu dáið af hungri og bjargleysi, en margir stórlega creperað vegna Mangel af Levneds Midler.Á timarit.is eru fáein dæmi, hið elsta úr Óðni frá 1908. Dæmafæðin sýnir að sögnin er fyrst og fremst notuð í talmáli. Hún var tekin með í bókinni Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál (1982:69) þannig að höfundum þeirrar bókar hefur fundist hún eiga þar heima. Heimildir:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Eimreiðin. 1896. II. ár. Ritstjóri Dr. Valtýr Guðmundsson. Kaupmannahöfn.
- Íslensk orðabók. 2002. I-II. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál. 2002. Höf. Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson, Örnólfur Thorsson. Bókaútgáfan Svart á hvítu, Reykjavík.
- A hungry man is not a free man | Belur Math, West Bengal. La… | Flickr. (Sótt 1.10.2020).