Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 168 svör fundust
Af hverju er mjólkin hvít?
Einn spyrjandi spurði sérstaklega: Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu, af hverju er mjólkin hvít? Ástæða þess að mjólk er hvít er að hún endurkastar öllu ljósi. Litir sem hlutir taka á sig fara eftir því hversu mikið ljós þeir draga í sig. Ef hlutur dregur allt ljós í sig og endurkastar engu þá ...
Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?
Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...
Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?
Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...
Hvað er nýlendustefna? Hver voru helstu nýlenduveldin og af hverju sölsuðu þau undir sig önnur lönd?
Eins og á við um mörg fræðileg hugtök er erfitt að gefa nákvæma skilgreiningu á nýlendustefnu (e. colonialism). Oft er henni ruglað saman við heimsvaldastefnuna (e. imperialism) og eru þessi hugtök gjarnan notuð jöfnum höndum um sama eða svipað fyrirbæri. Í nýlendustefnu felst að valdameira ríki (móðurlandið) l...
Hvað er stjórnlagaþing?
Stjórnlagaþing er þjóðkjörin samkoma sem hefur það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir viðkomandi ríki. Ýmis dæmi eru um það úr sögunni að boðað hafi verið til stjórnlagaþings og gerist það allajafna í kjölfar átaka eða umróts, til dæmis eftir að þjóð hefur lýst yfir sjálfstæði sínu, grundvallarbreytingar ha...
Hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað borða maríubjöllur?Hvar finn ég upplýsingar um maríubjöllu á netinu? Eru maríuhænur á Íslandi? Maríubjöllur (Coccinellidae) er í raun sérstök ætt bjalla og innan ættarinnar eru um 4.500 tegundir sem finnast um allt þurrlendi jarðar. Þær eru kúlulaga og eru skjaldvængirnir í ...
Hvað er langt þangað til að sólin verður að rauðum risa og hvað verður um hana þegar hún er orðin að hvítum dverg?
Við rannsóknir á sólstjörnum standa vísindamenn frammi fyrir þeim vandkvæðum að þróun sólstjarna tekur milljónir og jafnvel milljarða ára. Það er því engin leið að geta fylgst með þróun einnar stjörnu frá upphafi til enda. Vísindamenn verða því að reyna að ákvarða hversu langt er liðið á þróunarskeið ýmissa stjarn...
Hvað er tjaldurinn gamall þegar hann verpir og ungar út í fyrsta sinn?
Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) verpir á láglendi allt í kringum landið, meðfram ströndinni og við ár og vötn. Hann er meðal stærstu vaðfugla sem verpa hér á landi og er auðþekktur, svartur og hvítur að lit með rauðgulan gogg, bleikrauða fætur og hárauð augu. Hann lætur vel í sér heyra með gjallandi og hvellu b...
Af hverju er himinninn blár?
Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...
Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?
Að undanskyldu Suðurskautinu (þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu) er Eyjaálfa, sem stundum er kölluð Ástralía, bæði minnsta og fámennasta heimsálfan. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni Geohive (sem sækir sínar upplýsingar á síðu The World Factbook) er áætlað að íbúar Eyjaálfu hafi verið 32.750.000 um mitt ár 20...
Er hægt að búa til svarthol á tilraunastofu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Er það satt að vísindamönnum hafi tekist að búa til örsmá svarthol ? Uppskriftin af heimagerðu svartholi er í raun afskaplega einföld: Taktu einhvern hlut sem þig langar til að breyta í svarthol.Þjappaðu honum saman þar til geisli hlutarins er minni en Schwarzschild...
Hvaða þættir stýra launamun á Íslandi?
Hugtakið launamunur kemur fyrir í samanburði milli einstaklinga, hópa, starfa, atvinnugreina og stéttarfélaga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Kjaratölfræðinefnd[1] vinnur með fjögur grunnhugtök: Grunnlaun, regluleg laun, regluleg heildarlaun og heildarlaun. Auk þess er Kjaratölfræðinefnd nýlega farin að halda sérstakl...
Hvernig er nýr páfi valinn?
Kosning páfa er flókið ferli sem einkennist af aldagamalli reynslu. Mjög strangar reglur og miklar hefðir fylgja kjörinu. Páfakjör má ekki hefjast fyrr en 15 dögum eftir andlát páfa. Þá koma kardínálarnir saman til að kjósa páfa, en þeir eru æðstu menn kaþólsku kirkjunnar á eftir páfa. Við fráfall páfa koma kar...
Hver er munurinn á kannabis, hassi, grasi og marijúana?
Upphaflegar spurningar voru: Hvað er marijúana? (Eðvarð) Hver er munurinn á hassi og "grasi"? (Sólveig) Er einhver munur á hassi og marijúana? (Sólveig) Tetrahýdrókannabínól (skammstafað THC) finnst í kannabisplöntunni, Cannabis sativa. Hún óx upphaflega í Mið-Asíu og er stundum nefnd hampjurt þar sem vinn...
Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki?
Sólhattur er náttúruvara, það er að segja hann flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til ...