Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Að undanskyldu Suðurskautinu (þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu) er Eyjaálfa, sem stundum er kölluð Ástralía, bæði minnsta og fámennasta heimsálfan. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni Geohive (sem sækir sínar upplýsingar á síðu The World Factbook) er áætlað að íbúar Eyjaálfu hafi verið 32.750.000 um mitt ár 2005. Þetta er svipaður mannfjöldi og býr í Kanada.

Eyjaálfu er stundum skipt í 4 svæði, Ástralíu og Nýja-Sjáland, Melanesíu, Míkrónesíu og Pólýnesíu. Af þessum svæðum er það fyrstnefnda langfjölmennast með rúmlega 24 milljónir íbúa. Þar af eru íbúar Ástralíu um 20 milljónir eins og lesa má nánar um í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað búa margir í Ástralíu? Um 4 milljónir manna búa á Nýja-Sjálandi og tæplega 2000 á Norfolk-eyju, sem raunar tilheyrir Ástralíu. Íbúar Norfolk-eyju eru flestir afkomendur uppreisnarmanna á skipinu Bounty sem settust að á Pitcairn eyju. Nánar má lesa um það í svari sama höfundar við spurningunni Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?



Ástralía, Nýja-Sjáland og Melanesía.

Melanesía, sem er norðaustur af Ástralíu, er næstfjölmennasta svæðið í Eyjaálfu með tæplega 7,4 milljónir íbúa. Fjölmennasta land Melanesíu er Papúa Nýja-Gínea þar sem búa rúmlega 5,5 milljónir manna en þar á eftir koma Fídjieyjar með tæplega 900.000 íbúa og Salómonseyjar þar sem búa um 540.000 manns. Nafn Melanesíu er dregið af grísku orðunum ‘melas’ sem þýðir svartur og ‘nesoi’ sem þýðir eyjar.

Míkrónesía kallast svæði sem er norðan Melanesíu og austan Filippseyja og merkir nafn þess ‘litlar eyjar’. Af þessum fjórum svæðum Eyjaálfu er Míkrónesía fámennast með um 552.000 íbúa. Eyjan Gvam er fjölmennasta eyjan í Míkrónesíu en þar búa tæplega 169.000 manns. Þar á eftir koma Kíribatí og Míkrónesía (ekki svæðið heldur ríki sem kallast Federated States of Micronesia á ensku en Íslensk málstöð mælir með að sé kallað Míkrónesía á íslensku) en á báðum þessum eyjaklösum búa rúmlega 100.000 manns. Fámennasta ríki Míkrónesíu er hins vegar Nárú en íbúar þessa fámennasta lýðveldis á jörðinni eru aðeins um 13.000 talsins.

Nýja-Sjáland, Hawaii-eyjar og Páskaeyja afmarka Pólýnesíu, þríhyrningslaga svæði í austurhluta Kyrrahafs. Nafnið er dregið af grísku orðunum ‘poly’ sem þýðir margir og ‘nesoi’ sem stendur fyrir eyjar eins og áður sagði. Menningarlega eru Nýja-Sjáland og Hawaii hlutar Pólýnesíu en í heimildum þar sem fjallað er um lýðfræði, til dæmis á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna, er Nýja-Sjáland gjarnan flokkað með Ástralíu og Hawaii með Norður-Ameríku, enda er eyjaklasinn eitt af fylkjum Bandaríkjanna.

Pólýnesía er aðeins fjölmennari en Míkrónesía þar sem íbúar þeirra eyjaklasa sem teljast til svæðisins eru um 670.000. Franska Pólýnesía er fjölmennasti eyjaklasinn með rúmlega 270.000 íbúa en þar á eftir koma Samóa-eyjar með 177.000 íbúa og Tonga þar sem búa um 112.000 manns. Fámennust er hins vegar Pitcairn-eyja í samnefndum eyjaklasa þar sem íbúar eru innan við 50 talsins.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um heimsálfurnar eftir sama höfund, til dæmis:

Mynd: Geographic Guide.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.9.2005

Spyrjandi

Auður Ýr, f. 1990

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?“ Vísindavefurinn, 19. september 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5273.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2005, 19. september). Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5273

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5273>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?
Að undanskyldu Suðurskautinu (þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu) er Eyjaálfa, sem stundum er kölluð Ástralía, bæði minnsta og fámennasta heimsálfan. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni Geohive (sem sækir sínar upplýsingar á síðu The World Factbook) er áætlað að íbúar Eyjaálfu hafi verið 32.750.000 um mitt ár 2005. Þetta er svipaður mannfjöldi og býr í Kanada.

Eyjaálfu er stundum skipt í 4 svæði, Ástralíu og Nýja-Sjáland, Melanesíu, Míkrónesíu og Pólýnesíu. Af þessum svæðum er það fyrstnefnda langfjölmennast með rúmlega 24 milljónir íbúa. Þar af eru íbúar Ástralíu um 20 milljónir eins og lesa má nánar um í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað búa margir í Ástralíu? Um 4 milljónir manna búa á Nýja-Sjálandi og tæplega 2000 á Norfolk-eyju, sem raunar tilheyrir Ástralíu. Íbúar Norfolk-eyju eru flestir afkomendur uppreisnarmanna á skipinu Bounty sem settust að á Pitcairn eyju. Nánar má lesa um það í svari sama höfundar við spurningunni Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?



Ástralía, Nýja-Sjáland og Melanesía.

Melanesía, sem er norðaustur af Ástralíu, er næstfjölmennasta svæðið í Eyjaálfu með tæplega 7,4 milljónir íbúa. Fjölmennasta land Melanesíu er Papúa Nýja-Gínea þar sem búa rúmlega 5,5 milljónir manna en þar á eftir koma Fídjieyjar með tæplega 900.000 íbúa og Salómonseyjar þar sem búa um 540.000 manns. Nafn Melanesíu er dregið af grísku orðunum ‘melas’ sem þýðir svartur og ‘nesoi’ sem þýðir eyjar.

Míkrónesía kallast svæði sem er norðan Melanesíu og austan Filippseyja og merkir nafn þess ‘litlar eyjar’. Af þessum fjórum svæðum Eyjaálfu er Míkrónesía fámennast með um 552.000 íbúa. Eyjan Gvam er fjölmennasta eyjan í Míkrónesíu en þar búa tæplega 169.000 manns. Þar á eftir koma Kíribatí og Míkrónesía (ekki svæðið heldur ríki sem kallast Federated States of Micronesia á ensku en Íslensk málstöð mælir með að sé kallað Míkrónesía á íslensku) en á báðum þessum eyjaklösum búa rúmlega 100.000 manns. Fámennasta ríki Míkrónesíu er hins vegar Nárú en íbúar þessa fámennasta lýðveldis á jörðinni eru aðeins um 13.000 talsins.

Nýja-Sjáland, Hawaii-eyjar og Páskaeyja afmarka Pólýnesíu, þríhyrningslaga svæði í austurhluta Kyrrahafs. Nafnið er dregið af grísku orðunum ‘poly’ sem þýðir margir og ‘nesoi’ sem stendur fyrir eyjar eins og áður sagði. Menningarlega eru Nýja-Sjáland og Hawaii hlutar Pólýnesíu en í heimildum þar sem fjallað er um lýðfræði, til dæmis á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna, er Nýja-Sjáland gjarnan flokkað með Ástralíu og Hawaii með Norður-Ameríku, enda er eyjaklasinn eitt af fylkjum Bandaríkjanna.

Pólýnesía er aðeins fjölmennari en Míkrónesía þar sem íbúar þeirra eyjaklasa sem teljast til svæðisins eru um 670.000. Franska Pólýnesía er fjölmennasti eyjaklasinn með rúmlega 270.000 íbúa en þar á eftir koma Samóa-eyjar með 177.000 íbúa og Tonga þar sem búa um 112.000 manns. Fámennust er hins vegar Pitcairn-eyja í samnefndum eyjaklasa þar sem íbúar eru innan við 50 talsins.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um heimsálfurnar eftir sama höfund, til dæmis:

Mynd: Geographic Guide....