- Hvar er Sjálandið í nafninu Nýja-Sjáland?
- Hvaðan fær Nýja-Sjáland nafnið sitt? Er það eitthvað tengt Sjálandi í Danmörku?
Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hvenær þessi nafnabreyting átti sér stað en flest bendir til þess að það hafi verið á tímabilinu 1644-1648. Á kortum sem gefin voru út skömmu eftir að Tasman fann Nýja-Sjáland er nafnið Staten Landt notað um svæðið sem hann uppgötvaði. Í Hollandi er hins vegar varðveitt hnattlíkan eftir Joannes Blaeu, kortagerðarmann hjá Hollenska Austur-Indía félaginu sem líklega er frá árinu 1648 eða 1650. Þar kemur nafnið „Zeelandia Nova“ fyrir. Nafnið kemur einnig fyrir á heimskorti sem Blaeu útbjó og er líklega frá árinu 1648. Gömlu kort gefa sterka vísbendingu um hvenær Nýja-Sjáland fékk nafn sitt en erfiðara er að fá úr því skorið hvers vegna þetta nafn var valið frekar en eitthvað annað. Menn hafa getið sér þess til að uppruni nafnsins tengist því að vesturströnd Ástralíu og síðar Ástralía öll var á þessum árum nefnd „Nieuw Nederland“ eða „Hollandia Nova“. Það hafi því verið fullkomlega eðlilegt og rökrétt að nefna nýtt land í nágrenni „Nýja-Hollands“ eftir hollensku sjávarhéraði. Þessi ástæða nafngiftarinnar er þó aðeins tilgáta og líklega munum við aldrei vita fyrir víst hvers vegna þetta nafn var valið. Þess má að lokum geta að eyjan Tasmanía við Ástralíu er nefnd eftir Abel Tasman en hann uppgötvaði hana í sama leiðangri og hann fann Nýja-Sjáland. Hann nefndi eyjuna þó ekki í höfuðið á sjálfum sér heldur gaf henni nafnið Van Diemen's Land eftir landstjóranum í Austur-Indíum sem sendi hann í leiðangurinn. Það var ekki fyrr en árið 1856 sem eyjan fékk sitt núverandi nafn til heiðurs Tasman. Heimildir og mynd:
- [Andrew Sharp] "The naming of New Zealand". (í) A.H. McLintock (ritstj.) An encyclopaedia of New Zealand, 3 vols, Wellington: R.E. Owen, Govt. Printer, 1966. 2. bindi, bls. 656-57. (Fengið á heimasíðu Nathaniel B. Hooker).
- "The origin of the name "New Zealand" (í) New Zealand Foreign Affairs ReviewSeptember 1970, bls. 28-31. (Fengið á heimasíðu Nathaniel B. Hooker).
- New Zealand in History
- Mapforum.com
- Grein um Tasmaníu á Encyclopædia Britannica
- Tooley Adams & Co