Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er tjaldurinn gamall þegar hann verpir og ungar út í fyrsta sinn?

Jón Már Halldórsson

Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) verpir á láglendi allt í kringum landið, meðfram ströndinni og við ár og vötn. Hann er meðal stærstu vaðfugla sem verpa hér á landi og er auðþekktur, svartur og hvítur að lit með rauðgulan gogg, bleikrauða fætur og hárauð augu. Hann lætur vel í sér heyra með gjallandi og hvellu blibb og öðrum hljóðum ef fólk nálgast varpóðal hans.

Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) er meðal stærstu vaðfugla sem verpa hér á landi.

Tjaldurinn er einn fárra vaðfugla sem matar unga sína og gerir það honum mögulegt að verpa á svæðum þar sem lítið er um fæðu. Hann leggur ekki mikið í hreiðurgerðina og er hreiðrið aðeins grunn dæld á berangri, í möl eða sandi, á grónu landi, í vegköntum og jafnvel uppi á húsþökum.

Tjaldurinn hefur venjulega varp á aldrinum þriggja til fimm ára en þekkt er að hann byrji að verpa seinna en það. Eggin eru yfirleitt tvö til fjögur. Útungunin tekur á bilinu 24–27 daga og skiptast foreldrarnir á að liggja á eggjunum. Eftir aðeins eins til tveggja daga dvöl í hreiðrinu eru ungarnir komnir á stjá en foreldrarnir bera í þá fæðu. Ungarnir verða fleygir á fjórum til fimm vikum en fylgja foreldrum sínum gjarnan í töluverðan tíma eftir það.

Tjaldurinn verpir venjulega 2-4 eggjum.

Þess má geta að tjaldurinn telst vera einkvænisfugl og halda skötuhjúin tengslum við hvort annað í mörg ár. Tjaldurinn er að mestu farfugl hér á landi og fer stór hluti stofnsins til Bretlandseyja á haustin. Nokkur þúsund fuglar dvelja þó á Íslandi allt árið, í fjörum allt frá Reykjanesskaga og norður í Breiðafjörð og líka á Suðausturlandi.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.10.2023

Spyrjandi

Björg Bjarnadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er tjaldurinn gamall þegar hann verpir og ungar út í fyrsta sinn?“ Vísindavefurinn, 19. október 2023, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85204.

Jón Már Halldórsson. (2023, 19. október). Hvað er tjaldurinn gamall þegar hann verpir og ungar út í fyrsta sinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85204

Jón Már Halldórsson. „Hvað er tjaldurinn gamall þegar hann verpir og ungar út í fyrsta sinn?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2023. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85204>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er tjaldurinn gamall þegar hann verpir og ungar út í fyrsta sinn?
Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) verpir á láglendi allt í kringum landið, meðfram ströndinni og við ár og vötn. Hann er meðal stærstu vaðfugla sem verpa hér á landi og er auðþekktur, svartur og hvítur að lit með rauðgulan gogg, bleikrauða fætur og hárauð augu. Hann lætur vel í sér heyra með gjallandi og hvellu blibb og öðrum hljóðum ef fólk nálgast varpóðal hans.

Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) er meðal stærstu vaðfugla sem verpa hér á landi.

Tjaldurinn er einn fárra vaðfugla sem matar unga sína og gerir það honum mögulegt að verpa á svæðum þar sem lítið er um fæðu. Hann leggur ekki mikið í hreiðurgerðina og er hreiðrið aðeins grunn dæld á berangri, í möl eða sandi, á grónu landi, í vegköntum og jafnvel uppi á húsþökum.

Tjaldurinn hefur venjulega varp á aldrinum þriggja til fimm ára en þekkt er að hann byrji að verpa seinna en það. Eggin eru yfirleitt tvö til fjögur. Útungunin tekur á bilinu 24–27 daga og skiptast foreldrarnir á að liggja á eggjunum. Eftir aðeins eins til tveggja daga dvöl í hreiðrinu eru ungarnir komnir á stjá en foreldrarnir bera í þá fæðu. Ungarnir verða fleygir á fjórum til fimm vikum en fylgja foreldrum sínum gjarnan í töluverðan tíma eftir það.

Tjaldurinn verpir venjulega 2-4 eggjum.

Þess má geta að tjaldurinn telst vera einkvænisfugl og halda skötuhjúin tengslum við hvort annað í mörg ár. Tjaldurinn er að mestu farfugl hér á landi og fer stór hluti stofnsins til Bretlandseyja á haustin. Nokkur þúsund fuglar dvelja þó á Íslandi allt árið, í fjörum allt frá Reykjanesskaga og norður í Breiðafjörð og líka á Suðausturlandi.

Heimildir og myndir:

...