Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu, af hverju er mjólkin hvít?Ástæða þess að mjólk er hvít er að hún endurkastar öllu ljósi. Litir sem hlutir taka á sig fara eftir því hversu mikið ljós þeir draga í sig. Ef hlutur dregur allt ljós í sig og endurkastar engu þá er litur hans svartur.

Stærsti einstaki efnisþáttur mjólkur er vatn sem er litlaus vökvi. Fita og prótín í mjólkinni hafa mest um litinn að segja. Öll efni í mjólkinni eru í raun litlaus en þegar þau eru uppleyst í mjólkinni í sviflausn verður hún hvít.
- Milk splash | My entry to fotosöndag's weekly word challenge… | Flickr. (Sótt 7.11.2016). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0 .