Er það satt að vísindamönnum hafi tekist að búa til örsmá svarthol ?Uppskriftin af heimagerðu svartholi er í raun afskaplega einföld:
- Taktu einhvern hlut sem þig langar til að breyta í svarthol.
- Þjappaðu honum saman þar til geisli hlutarins er minni en Schwarzschild-geisli hans.
- Þú ert núna stoltur eigandi örlítils heimatilbúins svarthols.

Ef við ætluðum að breyta körfubolta í svarthol þyrfti geisli hans að vera 9,2*10-28. Jörðinni þyrfti að þjappa saman í kúlu með 8,8 mm geisla til þess að hún yrði svarthol og sólinni þyrfti að þjappa saman svo geisli hennar yrði 3 km.
- First Image of a Black Hole | ESO. (Sótt 15.05.2020).
- MBH.