Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 231 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Má borða fræin úr vatnsmelónum?

Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Margir eru hrifnir af vatnsmelónum enda ávöxturinn ferskur, safaríkur og svalandi. Melónan er gjarnan borðuð ein og sér en einnig er vinsælt að nota hana í salöt eða dryk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eiga vatn og rafmagn eitthvað sameiginlegt og verður sjórinn rafmagnaður ef rafmagnslína dettur ofan í hann?

Vatn og rafmagn eiga fátt sameiginlegt. Vatn (táknað H2O) er efnasamband og er vatnssameindin gerð úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Orðið rafmagn er hins vegar haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra, en rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Vatn er glært en samt varpar það skugga, af hverju?

Áður en við svörum spurningunni þurfum við að átta okkur á því hvað skuggi er. Hugsum okkur að við stöndum í litlu herbergi fyrir framan ljósan vegg. Nálægt hinum enda herbergisins er lampi sem lýsir á okkur og vegginn. Þegar horft er á vegginn sjást útlínur líkama okkar. Fyrir innan útlínurnar er veggurinn dekkri...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er skammtahermun og hvernig fer hún fram?

Saga skammtareikninga er ekkert sérstaklega löng. Fyrir um 40 árum síðan kom eðlisfræðingurinn Richard Feynman auga á vandkvæði sem felast í því að framkvæma reikninga á skammtafræðilegum kerfum á hefðbundnum tölvum.[1] Vandinn liggur í því að til þess að reikna nákvæmlega eiginleika skammtafræðilegs kerfis, þarf ...

category-iconUmhverfismál

Hversu lengi er geislavirkni frá kjarnorkuúrgangi að helmingast?

Helmingunartíminn ræðst algerlega af samsetningu úrgangsins. Sérhvert frumefni (eða réttara sagt sérhver samsæta) hefur sinn eiginn helmingunartíma. Ef við lítum fyrst á dæmigerð geislavirk efni sem kynnu að vera í kjarnorkuúrgangi má flokka þau gróflega eftir helmingunartíma. Skammlífar samsætur: Hér má til dæ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru álver byggð svona löng og mjó?

Í álveri fer framleiðsla álsins fram í rafgreiningarkerum þar sem sterkur rafstraumur fer frá forskauti til bakskauts um tiltölulega þunnt lag tiltekinnar efnabráðar sem við köllum raflausn, en í henni er hráefnið súrál leyst upp. Þegar rafstraumur fer um raflausnina klofnar súrálið í frumefni sín, ál og súrefni. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig urðu orkulindirnar til?

Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar? Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í mó...

category-iconEfnafræði

Hver uppgötvaði frumefnið magnesín?

Eftirfarandi spurningum er einnig svarað: Hvað er magnesín? (Jón Pétur) Er magnesín eðlisþungt og við hvaða hitastig kviknar í því? (Helgi) Magnesín (Mg, magnesíum) er í flokki 2 í lotukerfinu en til hans heyra jarðalkalímálmar. Það hefur sætistöluna 12 í lotukerfinu og er skínandi gráhvítt á að líta. Bræðslu...

category-iconEfnafræði

Hver er helsti munurinn á lífrænum og ólífrænum efnum?

Lífræn efni eru einfaldlega allar þær sameindir sem innihalda kolefnisatóm (C) tengd vetnisatómum (H), það er innihalda C-H tengi. [1] Annað megineinkenni stærri lífrænna sameinda er að þær samanstanda af tengjum milli C-atóma,[2] sem ýmist geta verið eitt (C-C), tvö (C=C) eða þrjú (C≡C) auk C-H tengja. Alls...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð allt efnið í alheiminum til?

Þess skal getið að ítarlegt svar við náskyldri spurningu, Hvernig verða frumeindir til? frá 2013 er að finna á Vísindavefnum. Hér verður reynt að koma á framfæri viðbótum og að nýta sér myndefni og framsetningu sem litið hefur dagsins ljós frá þeim tíma, auk þess að gefa yfirlit yfir myndun efnis alheimsins frá Mi...

category-iconDagatal vísindamanna

Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?

Enski líffræðingurinn Thomas H. Huxley (1825-1895) var föðurafi líffræðingsins Julians Huxley (1887-1975). Þeir eru báðir á vísindadagatali HÍ og Vísindavefsins fyrir árið 2011. Á myndinni af Julian sem birtist á vísindadagatalinu sést afi hans í bakgrunni á málverki. Á þessari síðu er hægt að skoða stórt eintak a...

category-iconEfnafræði

Af hverju heitir súrefni þessu nafni?

Íslenska orðið súrefni er þýðing á alþjóðlega frumefnaheitinu oxygenium. Franski efnafræðingurinn Antoine Lavoisier (1743-1794) bjó orðið til og það birtist fyrst á prenti í bók hans Traité Élémentaire de Chimie (Ritgerð um grundvallaratriði efnafræðinnar) árið 1789. Orðið er myndað eftir grísku orðunum oxys (P...

category-iconEfnafræði

Hvert er bræðslumark og suðumark allra frumefnanna?

Frumefnin eru 118 talsins þó enn eigi eftir að staðfesta tilvist frumefna númer 113, 115, 117 og 118 og gefa þeim viðurkennd nöfn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Frumefni númer 114 og 116 hlutu nöfnin flerovín (e. flerovinium) og livermorín (e. livermorium) árið 2012 og eru þau fru...

category-iconEfnafræði

Er hægt að vinna liþín úr jörðu á Íslandi?

Svarið er nei, af ástæðum sem nú skal greina. Liþín (litín, e. lithium, Li) er numið að langmestu leyti úr liþín-ríkum pækli í uppgufunarseti, og úr pegmatít-bergi,[1] en hvorugt er að finna á Íslandi. Aðrar liþín-lindir (e. sources) eru hlutfallslega minni háttar. Áhugavert dæmi má þó nefna um salt-tengd jarðh...

category-iconHeimspeki

Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?

Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...

Fleiri niðurstöður