Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í móti og endar að lokum úti í sjó. Segja má að það sé í rauninni sólin sem býr þessa orku til þegar hún skín á hafið, sjórinn gufar upp og rakinn leitar með vindinum meðal annars inn yfir landið og fellur svo þar til jarðar. Jarðhitinn verður til vegna eldvirkninnar inni í jörðinni. Vatn sem leitar niður í jörðina hitnar þar í snertingu við heitt berg og leitar svo jafnvel aftur upp af sjálfsdáðum, til dæmis í náttúrlegum hverum, eða þá að það kemur upp um borholur sem mennirnir gera. Þetta gerist eingöngu í löndum eins og Íslandi þar sem eldvirkni er, en til dæmis ekki í löndum eins og Danmörku eða Noregi þar sem berggrunnurinn er mjög gamall og engin eldfjöll eru. Við höfum svarað því hvernig olía verður til í sérstöku svari um það, en kolin í jörðinni eru leifar af lífverum sem voru til fyrir óralöngu, jafnvel hundruðum ármilljóna. Úran og önnur þung frumefni sem eru notuð í kjarnorkuverum hafa orðið til í sprengistjörnum úti í geimnum en um þær má lesa nánar í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Sólin er uppspretta sólarorkunnar og auk þess má segja að hún eigi mikinn hlut í ýmsum þeim orkulindum sem taldar voru hér á undan. Sólin varð upphaflega til úr miklu ryk- og gasskýi úti í geimnum.
Hvernig urðu orkulindirnar til?
Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í móti og endar að lokum úti í sjó. Segja má að það sé í rauninni sólin sem býr þessa orku til þegar hún skín á hafið, sjórinn gufar upp og rakinn leitar með vindinum meðal annars inn yfir landið og fellur svo þar til jarðar. Jarðhitinn verður til vegna eldvirkninnar inni í jörðinni. Vatn sem leitar niður í jörðina hitnar þar í snertingu við heitt berg og leitar svo jafnvel aftur upp af sjálfsdáðum, til dæmis í náttúrlegum hverum, eða þá að það kemur upp um borholur sem mennirnir gera. Þetta gerist eingöngu í löndum eins og Íslandi þar sem eldvirkni er, en til dæmis ekki í löndum eins og Danmörku eða Noregi þar sem berggrunnurinn er mjög gamall og engin eldfjöll eru. Við höfum svarað því hvernig olía verður til í sérstöku svari um það, en kolin í jörðinni eru leifar af lífverum sem voru til fyrir óralöngu, jafnvel hundruðum ármilljóna. Úran og önnur þung frumefni sem eru notuð í kjarnorkuverum hafa orðið til í sprengistjörnum úti í geimnum en um þær má lesa nánar í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Sólin er uppspretta sólarorkunnar og auk þess má segja að hún eigi mikinn hlut í ýmsum þeim orkulindum sem taldar voru hér á undan. Sólin varð upphaflega til úr miklu ryk- og gasskýi úti í geimnum.
Útgáfudagur
16.4.2004
Spyrjandi
Erla Dís, f. 1991
Steinunn Marín, f. 1991
Álfheiður Björk, f. 1991
Benedikt Aron Guðnason, f. 1991
Tilvísun
ÞV. „Hvernig urðu orkulindirnar til?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4150.
ÞV. (2004, 16. apríl). Hvernig urðu orkulindirnar til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4150
ÞV. „Hvernig urðu orkulindirnar til?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4150>.