Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heitir súrefni þessu nafni?

JGÞ

Íslenska orðið súrefni er þýðing á alþjóðlega frumefnaheitinu oxygenium. Franski efnafræðingurinn Antoine Lavoisier (1743-1794) bjó orðið til og það birtist fyrst á prenti í bók hans Traité Élémentaire de Chimie (Ritgerð um grundvallaratriði efnafræðinnar) árið 1789. Orðið er myndað eftir grísku orðunum oxys (ὀξύς) og genomai (γεινομαι). Fyrnefnda orðið merkir 'súr' og það seinna 'að geta af sér'. Orðmyndin átti að vísa til þess að súrefni myndaði sýrur.

Teikning af franska efnafræðingnum Antoine Lavoisier (1743-1794) sem bjó til alþjóðlega heitið oxygenium. Myndin sýnir hann við eitt af tækjum sínum. Út um gluggann til hægri sést fallöxi sem á að minna á að Lavoisier var hálshöggvinn á tímum frönsku byltingarinnar.

Í mörgum tungumálum er heitið hið sama. Á þýsku kallast það Sauerstoff (súrt efni), í sænsku er notað syra og í finnsku happo sem merkir sýra.

Sum tungumál nota hins vegar orð sem tákna bruna, enda er súrefni forsenda bruna. Í dönsku er til að mynda notað heitið ilt sem er dregið af nafnorðinu ild sem merkir eldur. Annað heiti frumefnisins á íslensku er hið sama, ildi. Það er til að mynda notað í skrá yfir frumefni sem Þorsteinn Sæmundsson tók saman og kemur einnig oft fyrir á Vísindavefnum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.6.2023

Spyrjandi

Ottó Tynes

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju heitir súrefni þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2023, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84757.

JGÞ. (2023, 2. júní). Af hverju heitir súrefni þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84757

JGÞ. „Af hverju heitir súrefni þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2023. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84757>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir súrefni þessu nafni?
Íslenska orðið súrefni er þýðing á alþjóðlega frumefnaheitinu oxygenium. Franski efnafræðingurinn Antoine Lavoisier (1743-1794) bjó orðið til og það birtist fyrst á prenti í bók hans Traité Élémentaire de Chimie (Ritgerð um grundvallaratriði efnafræðinnar) árið 1789. Orðið er myndað eftir grísku orðunum oxys (ὀξύς) og genomai (γεινομαι). Fyrnefnda orðið merkir 'súr' og það seinna 'að geta af sér'. Orðmyndin átti að vísa til þess að súrefni myndaði sýrur.

Teikning af franska efnafræðingnum Antoine Lavoisier (1743-1794) sem bjó til alþjóðlega heitið oxygenium. Myndin sýnir hann við eitt af tækjum sínum. Út um gluggann til hægri sést fallöxi sem á að minna á að Lavoisier var hálshöggvinn á tímum frönsku byltingarinnar.

Í mörgum tungumálum er heitið hið sama. Á þýsku kallast það Sauerstoff (súrt efni), í sænsku er notað syra og í finnsku happo sem merkir sýra.

Sum tungumál nota hins vegar orð sem tákna bruna, enda er súrefni forsenda bruna. Í dönsku er til að mynda notað heitið ilt sem er dregið af nafnorðinu ild sem merkir eldur. Annað heiti frumefnisins á íslensku er hið sama, ildi. Það er til að mynda notað í skrá yfir frumefni sem Þorsteinn Sæmundsson tók saman og kemur einnig oft fyrir á Vísindavefnum.

Heimildir og mynd:...