Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 230 svör fundust
Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?
Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins. Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til...
Af hverju kemst ljós ekki út úr svartholi?
Ljós kemst ekki burt frá svartholi af því að umhverfis svarthol er þyngdarkrafturinn svo mikill að ekkert sleppur þaðan. Svarthol myndast þegar kjarnar massamikilla stjarna falla saman. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og þá er allur massi stjörnunnar saman kominn á örlitlu svæði....
Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum?
Heimildir verða að teljast áreiðanlegar fyrir nafninu Klofajökull. Elsta heimildin er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1772 (útg. 1978, bindi II:87). Vatnajökull hefur einnig gengið undir nafninu Klofajökull. Ólafur Olavius nefnir nafnið Klofajökull einnig 1780 (útg. 2. bindi 1965, bls. 64) og Sve...
Geta fuglar lifað í geimnum?
Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum? Ef fugl væri óvarinn úti í geimnum má reikna með að áhrifin yrðu þau sömu og þar er lýst og hann mundi deyja á örfáum sekúndum. Fuglar geta sem sagt, ekki frekar en menn, lifað í geimnum án einhvers varnarbúnaðar....
Er það satt að örfín glerbrot séu sett í íslenska neftóbakið til að fá skjótari áhrif?
Nei, íslenska tóbakið inniheldur hvorki hrossaskít né glerbrot eins og margir telja. Ástæðan fyrir flökkusögunni um að örfín glerbrot séu í munn- eða neftóbaki er líklega sú að stundum svíður mönnum undan tóbakinu. Í íslenska neftóbakinu er hrátóbak, pottaska (kalín karbónat, K2CO3), ammoníak (NH3), salt og va...
Hversu langt frá jörðinni er Hubble-sjónaukinn? Er hann á hreyfingu?
Hubble-sjónaukinn er kenndur við bandaríska stjarnvísindamanninn Edwin Powell Hubble (1889-1953) en hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið og einnig að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnum hætti. Var sú uppgötvun byrjunin á þeirri þróun sem leiddi síðar til kenningarin...
Hvað er heitt á Merkúríusi?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hver fann Merkúríus og hvenær og hvað er hann þungur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvar geta Reykvíkingar skoðað stjörnuhimininn?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvar er best að skoða himininn í nágrenni við Reykjavík og hvar er hægt að fá stjörnukort til að hafa við hendina þegar himinninn er skoðaður?Á seinustu árum hefur stjörnuhiminninn yfir Reykjavík smám saman glatast vegna vaxandi ljósmengunar. Þess vegna bregða stjörnuáhugame...
Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?
Frá því að COVID-19-sýking kemur fram getur einstaklingur smitað um fjóra aðra á einni viku. Fjöldi smitaðra getur fjórfaldast í hverri viku, en til að fjöldinn nái þúsund þarf um það bil einn mánuð. Sem sé þúsundföldun á rúmum mánuði og þúsundfalt það eftir annan mánuð. Smitið nær þá til milljón manns á rúmum tve...
Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí næstkomandi? Hverjar verða afleiðingarnar?
Næsta föstudag, 5. maí árið 2000, verður staða reikistjarnanna þannig að allar björtustu reikistjörnurnar fimm utan jarðar, Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus verða samtímis nálægt samstöðu innbyrðis og um leið ekki fjarri ytri samstöðu við sól sem kallað er, það er að segja nærri því andstæðar jörðu miða...
Fyrst Títan hefur lofthjúp, getur þá ekki verið að þar sé líf að finna?
Í sem stystu máli gæti svarið við þessari spurningu verið: "Við vitum það ekki". Um þessar mundir stefnir bandarísk/evrópska geimfarið Cassini-Huygens í átt til Satúrnusar og því velta vísindamenn fyrir sér hvað Huygens geimfarið finnur þegar það lendir á yfirborði Títans árið 2005. Títan hefur þykkan lofthjú...
Hvar eru öll tunglsýnin geymd?
Sex Apollo-geimför lentu á tunglinu milli 1969 og 1972 og samanlagt söfnuðu geimfararnir 382 kg af tunglgrjóti, jarðvegi og öðrum sýnum af tunglinu. Sýni voru tekin á sex mismunandi rannsóknarsvæðum. Þar að auki sneru þrjú ómönnuð sovésk geimför til jarðar með um 300 grömm af sýnum frá þremur stöðum á tunglinu. ...
Hvað hafa eldfjöllin á Mars verið lengi í dvala og hvenær má búast við því að þau byrji aftur að gjósa?
Víða á Mars eru greinileg merki um mikla eldvirkni frá ýmsum tímabilum í sögu reikistjörnunnar. Eldfjallagrjót þekur stærstan hluta yfirborðsins, meðal annars þar sem Pathfinder lenti árið 1997 og nú þar sem Spirit-jeppinn lenti á þessu ári. Eldvirkni á Mars er frekar ólík þeirri eldvirkni sem fyrirfinnst á jör...
Hvað olli Challenger-slysinu árið 1986 og hvernig litu geimfararnir út?
Geimferjan Challenger fórst hinn 28. janúar 1986, einungis 73 sekúndum eftir að henni var skotið á loft. Challenger var þá í um 14 km hæð yfir jörðu og á næstum tvöföldum hljóðhraða, eða 2040 km hraða á klukkustund. Um borð í ferjunni voru sjö geimfarar; fimm karlar og tvær konur, þeirra á meðal Christa McAuliffe ...