Sólin Sólin Rís 09:02 • sest 18:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:58 • Síðdegis: 18:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:02 • sest 18:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:58 • Síðdegis: 18:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru fjarreikistjörnur og hvernig er hægt að finna þær?

Páll Jakobsson

Fjarreikistjarna (e. extrasolar planet eða exoplanet) er reikistjarna utan okkar sólkerfis. Frá því að þær fyrstu fundust árið 1992 hefur þekktur fjöldi aukist gríðarlega. Þegar þetta svar er skrifað (í febrúar 2025) eru staðfestar fjarreikistjörnur rúmlega 5800.[1] Af þeim eru um 200 bergreikistjörnur, svipaðar Merkúríusi, Venusi, jörðinni og Mars. Rúmlega 1800 eru gasrisar áþekkar Júpíter og Satúrnusi og rúmlega 1900 svipar til Úranusar og Neptúnusar. Hinar, um 1700, eru svokallaðar ofurjarðir (e. Super Earths), fjarreikistjörnur með meiri massa en jörðin en þó ekki yfir tíu jarðmössum. Þessi gerð fjarreikistjarna er framandi í okkar sólkerfi sem ekki hýsir reikistjörnu af þeirri gerð.

Ýmsum aðferðum er beitt til þess að finna fjarreikistjörnur. Sú myndrænasta er einfaldlega að ljósmynda reikistjörnuna. Til þess þarf þó að skerma af birtu móðurstjörnunnar, til dæmis með svonefndri kórónusjá, því að reikistjörnur eru mjög daufar og það litla ljós sem þær endurvarpa drukknar í birtunni frá móðurstjörnunni. Hingað til hefur þessi aðferð einungis skilað um 20 fjarreikistjörnum.

Samsettar myndir, teknir á sjö árum, af fjórum fjarreikistjörnum (gasrisum) í sólkerfinu HR 8799.

Stærsti hlutinn, rúmlega 4100 fjarreikistjörnur, hefur fundist með svokallaðri þvergönguaðferð. Þverganga er þegar reikistjarna gengur þvert fyrir móðurstjörnuna frá jörðu séð. Við þvergöngu dregur reikistjarnan tímabundið úr birtu stjörnunnar. Keplers-geimsjónaukinn, sem virkur var frá 2009 til 2018, gjörbylti rannsóknum á fjarreikistjörnum með því að beita þessari aðferð. Staðfestar uppgötvanir fjarreikistjarna með honum einum eru í dag í kringum 2800.

Tilvísun:
  1. ^ Upplýsingar um fjölda fjarreikistjarna er meðal annars haldið til haga hér: Exoplanet Catalog - NASA Science. (Sótt 17.02.2025).

Myndir:

Texti þessa svars birtist fyrst í Almanaki Háskóla Íslands 2025 en var endurskoðaður fyrir Vísindavefinn.

Höfundur

Páll Jakobsson

prófessor í stjarneðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.2.2025

Spyrjandi

Gunnar S., Björn Gunnarsson

Tilvísun

Páll Jakobsson. „Hvað eru fjarreikistjörnur og hvernig er hægt að finna þær?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2025, sótt 21. febrúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87534.

Páll Jakobsson. (2025, 18. febrúar). Hvað eru fjarreikistjörnur og hvernig er hægt að finna þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87534

Páll Jakobsson. „Hvað eru fjarreikistjörnur og hvernig er hægt að finna þær?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2025. Vefsíða. 21. feb. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87534>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru fjarreikistjörnur og hvernig er hægt að finna þær?
Fjarreikistjarna (e. extrasolar planet eða exoplanet) er reikistjarna utan okkar sólkerfis. Frá því að þær fyrstu fundust árið 1992 hefur þekktur fjöldi aukist gríðarlega. Þegar þetta svar er skrifað (í febrúar 2025) eru staðfestar fjarreikistjörnur rúmlega 5800.[1] Af þeim eru um 200 bergreikistjörnur, svipaðar Merkúríusi, Venusi, jörðinni og Mars. Rúmlega 1800 eru gasrisar áþekkar Júpíter og Satúrnusi og rúmlega 1900 svipar til Úranusar og Neptúnusar. Hinar, um 1700, eru svokallaðar ofurjarðir (e. Super Earths), fjarreikistjörnur með meiri massa en jörðin en þó ekki yfir tíu jarðmössum. Þessi gerð fjarreikistjarna er framandi í okkar sólkerfi sem ekki hýsir reikistjörnu af þeirri gerð.

Ýmsum aðferðum er beitt til þess að finna fjarreikistjörnur. Sú myndrænasta er einfaldlega að ljósmynda reikistjörnuna. Til þess þarf þó að skerma af birtu móðurstjörnunnar, til dæmis með svonefndri kórónusjá, því að reikistjörnur eru mjög daufar og það litla ljós sem þær endurvarpa drukknar í birtunni frá móðurstjörnunni. Hingað til hefur þessi aðferð einungis skilað um 20 fjarreikistjörnum.

Samsettar myndir, teknir á sjö árum, af fjórum fjarreikistjörnum (gasrisum) í sólkerfinu HR 8799.

Stærsti hlutinn, rúmlega 4100 fjarreikistjörnur, hefur fundist með svokallaðri þvergönguaðferð. Þverganga er þegar reikistjarna gengur þvert fyrir móðurstjörnuna frá jörðu séð. Við þvergöngu dregur reikistjarnan tímabundið úr birtu stjörnunnar. Keplers-geimsjónaukinn, sem virkur var frá 2009 til 2018, gjörbylti rannsóknum á fjarreikistjörnum með því að beita þessari aðferð. Staðfestar uppgötvanir fjarreikistjarna með honum einum eru í dag í kringum 2800.

Tilvísun:
  1. ^ Upplýsingar um fjölda fjarreikistjarna er meðal annars haldið til haga hér: Exoplanet Catalog - NASA Science. (Sótt 17.02.2025).

Myndir:

Texti þessa svars birtist fyrst í Almanaki Háskóla Íslands 2025 en var endurskoðaður fyrir Vísindavefinn....