Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta fuglar lifað í geimnum?

EDS

Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum? Ef fugl væri óvarinn úti í geimnum má reikna með að áhrifin yrðu þau sömu og þar er lýst og hann mundi deyja á örfáum sekúndum. Fuglar geta sem sagt, ekki frekar en menn, lifað í geimnum án einhvers varnarbúnaðar.

Hins vegar geta dýr, rétt eins og menn, lifað í geimnum þegar búið er að skapa réttar aðstæður eins og í geimfari. Áður en mannað geimfar fór á loft í fyrsta skipti þá höfðu verið gerðar tilraunir með það að senda dýr út í geiminn. Árangurinn var misjafn, eitt frægasta dæmið er líklega sovéski hundurinn Laika sem fór út í geiminn árið 1957. Því miður lifði Laika ekki ferðina af eins og lesa má í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni Hefur hundur farið til tunglsins? Í heimildunum hér fyrir neðan er hægt að lesa um hin ýmsu dýr sem ferðast hafa út í geiminn, sum snéru lifandi til baka en önnur ekki.

Hundurinn Laika varð heimsfrægur þegar honum var skotið út í geiminn árið 1957.

Eftir því sem næst verður komist hafa fuglar ekki verið meðal þeirra dýra sem fengið hafa að fara út fyrir gufuhvolf jarðar. Hins vegar ættu þeir að geta lifað í geimfari rétt eins og önnur dýr.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

3.10.2008

Síðast uppfært

21.6.2018

Spyrjandi

Katrín Steinunn Antonsdóttir, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Geta fuglar lifað í geimnum?“ Vísindavefurinn, 3. október 2008, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49338.

EDS. (2008, 3. október). Geta fuglar lifað í geimnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49338

EDS. „Geta fuglar lifað í geimnum?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2008. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49338>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta fuglar lifað í geimnum?
Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum? Ef fugl væri óvarinn úti í geimnum má reikna með að áhrifin yrðu þau sömu og þar er lýst og hann mundi deyja á örfáum sekúndum. Fuglar geta sem sagt, ekki frekar en menn, lifað í geimnum án einhvers varnarbúnaðar.

Hins vegar geta dýr, rétt eins og menn, lifað í geimnum þegar búið er að skapa réttar aðstæður eins og í geimfari. Áður en mannað geimfar fór á loft í fyrsta skipti þá höfðu verið gerðar tilraunir með það að senda dýr út í geiminn. Árangurinn var misjafn, eitt frægasta dæmið er líklega sovéski hundurinn Laika sem fór út í geiminn árið 1957. Því miður lifði Laika ekki ferðina af eins og lesa má í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni Hefur hundur farið til tunglsins? Í heimildunum hér fyrir neðan er hægt að lesa um hin ýmsu dýr sem ferðast hafa út í geiminn, sum snéru lifandi til baka en önnur ekki.

Hundurinn Laika varð heimsfrægur þegar honum var skotið út í geiminn árið 1957.

Eftir því sem næst verður komist hafa fuglar ekki verið meðal þeirra dýra sem fengið hafa að fara út fyrir gufuhvolf jarðar. Hins vegar ættu þeir að geta lifað í geimfari rétt eins og önnur dýr.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....