Frá því að COVID-19-sýking kemur fram getur einstaklingur smitað um fjóra aðra á einni viku. Fjöldi smitaðra getur fjórfaldast í hverri viku, en til að fjöldinn nái þúsund þarf um það bil einn mánuð. Sem sé þúsundföldun á rúmum mánuði og þúsundfalt það eftir annan mánuð. Smitið nær þá til milljón manns á rúmum tveimur mánuðum og mögulega til allrar heimsbyggðarinnar, 8 milljarða manna, á rúmlega 3 mánuðum – svo framarlega sem það er mikill og óheftur samgangur, sem er sjaldnast.
Hvaða áhrif hafa samkomubönn og tveggja metra reglan?
Ef samkomubann eða aðrar umgengnistakmarkanir leiða til að sýktir einstaklingar hitta enga aðra þá sýkja þeir heldur enga aðra og faraldurinn líður fljótt undir lok. Í reynd er varla hægt að koma algjörlega í veg fyrir samgang, og þess þarf heldur ekki. Aðalatriði er að sýktir einstaklingar umgangist svo fáa náið, að þeir smiti sem fæsta. Ef þeir sem sýkjast eru að meðaltali færri en þeir sem eru sýktir (R=smittala <1), þá fækkar sýktum. Því lægri sem smittalan R er, því hraðar fækkar sýktum og faraldurinn deyr fljótt út (á nokkrum mánuðum).
Frekara lesefni:- SARS-CoV-2 (COVID-19) by the numbers | eLife. (Sótt 5.04.2020).
- Earth from Space | NASA archive image, relase date October 1… | Flickr. (Sótt 6.04.2020).