Ólafur Olavius nefnir nafnið Klofajökull einnig 1780 (útg. 2. bindi 1965, bls. 64) og Sveinn Pálsson 1795 (2. útg. 1983, bls. 41). Hann taldi að nafnið væri dregið af hinum mörgu „klofum“ sem í jökulinn væru í Austur-Skaftafellssýslu, svo að það væri eins og tennt til að sjá (Jöklarit, útg. 2002, bls. 41). Nafnið er að finna á korti 1794. (Sjá Oddur Sigurðsson og Richard S. Williams, Jr. 2008, bls. 133). Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hver var Eiríkur sá sem gaf Eiríksjökli nafnið sitt?
- Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?
- Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall?
- Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?
- Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli? eftir Svavar Sigmundsson
- Klippt út úr mynd af Íslandi á NASA: Visible Earth. Sótt 27. 8. 2009.
- Eggert Ólafsson. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752 – 1757. 2. bindi. 1978.
- Oddur Sigurðsson og Richard S. Williams, Jr. Geographic Names of Iceland‘s Glaciers: Historic and Modern. 2008.
- Ólafur Olavius. Ferðabók I-II ... 1775-1777. Steindór Steindórsson íslenzkaði. Reykjavík 1964-65.
- Sveinn Pálsson. Jöklaritið í Ferðabók, dagbækur og ritgerðir 1791-1797. Jón Eyþórsson bjó til prentunar. Reykjavík 1945. 2. útg. I-II. 1983.
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Var Vatnajökull nefndur Klofjökull á landsnámsöld? Ef svo, hvers vegna og hversu áreiðanlegar heimildir eru til fyrir því?