Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Heimildir verða að teljast áreiðanlegar fyrir nafninu Klofajökull. Elsta heimildin er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1772 (útg. 1978, bindi II:87).



Vatnajökull hefur einnig gengið undir nafninu Klofajökull.

Ólafur Olavius nefnir nafnið Klofajökull einnig 1780 (útg. 2. bindi 1965, bls. 64) og Sveinn Pálsson 1795 (2. útg. 1983, bls. 41). Hann taldi að nafnið væri dregið af hinum mörgu „klofum“ sem í jökulinn væru í Austur-Skaftafellssýslu, svo að það væri eins og tennt til að sjá (Jöklarit, útg. 2002, bls. 41).

Nafnið er að finna á korti 1794. (Sjá Oddur Sigurðsson og Richard S. Williams, Jr. 2008, bls. 133).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Heimildir:

  • Eggert Ólafsson. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752 – 1757. 2. bindi. 1978.
  • Oddur Sigurðsson og Richard S. Williams, Jr. Geographic Names of Iceland‘s Glaciers: Historic and Modern. 2008.
  • Ólafur Olavius. Ferðabók I-II ... 1775-1777. Steindór Steindórsson íslenzkaði. Reykjavík 1964-65.
  • Sveinn Pálsson. Jöklaritið í Ferðabók, dagbækur og ritgerðir 1791-1797. Jón Eyþórsson bjó til prentunar. Reykjavík 1945. 2. útg. I-II. 1983.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Var Vatnajökull nefndur Klofjökull á landsnámsöld? Ef svo, hvers vegna og hversu áreiðanlegar heimildir eru til fyrir því?

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

31.8.2009

Síðast uppfært

5.7.2019

Spyrjandi

Geir Ágústsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52708.

Svavar Sigmundsson. (2009, 31. ágúst). Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52708

Svavar Sigmundsson. „Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52708>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum?
Heimildir verða að teljast áreiðanlegar fyrir nafninu Klofajökull. Elsta heimildin er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1772 (útg. 1978, bindi II:87).



Vatnajökull hefur einnig gengið undir nafninu Klofajökull.

Ólafur Olavius nefnir nafnið Klofajökull einnig 1780 (útg. 2. bindi 1965, bls. 64) og Sveinn Pálsson 1795 (2. útg. 1983, bls. 41). Hann taldi að nafnið væri dregið af hinum mörgu „klofum“ sem í jökulinn væru í Austur-Skaftafellssýslu, svo að það væri eins og tennt til að sjá (Jöklarit, útg. 2002, bls. 41).

Nafnið er að finna á korti 1794. (Sjá Oddur Sigurðsson og Richard S. Williams, Jr. 2008, bls. 133).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Heimildir:

  • Eggert Ólafsson. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752 – 1757. 2. bindi. 1978.
  • Oddur Sigurðsson og Richard S. Williams, Jr. Geographic Names of Iceland‘s Glaciers: Historic and Modern. 2008.
  • Ólafur Olavius. Ferðabók I-II ... 1775-1777. Steindór Steindórsson íslenzkaði. Reykjavík 1964-65.
  • Sveinn Pálsson. Jöklaritið í Ferðabók, dagbækur og ritgerðir 1791-1797. Jón Eyþórsson bjó til prentunar. Reykjavík 1945. 2. útg. I-II. 1983.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Var Vatnajökull nefndur Klofjökull á landsnámsöld? Ef svo, hvers vegna og hversu áreiðanlegar heimildir eru til fyrir því?
...