Frá því er sagt að veturinn 1759-60 hafi í stílsefni fyrir latneska stíla í Skálholtsskóla verið frásögn af því, að útileguþjófar í Surtshelli hafi verið felldir þar sem heitir Fyrirsátur, allir utan einn, “sem hét Eirekur. Hann komst á flótta og var þó höggvinn af honum fóturinn. En svo skyldi hann hafa verið frækinn, að hann fór á öðrum fæti upp á fjallsgnípu þá, er síðan heitir Eiríksgnípa, svo þeir höfðu hans ei.” (Blanda II:415-19, eftir ÍB 350, 8vo). Í Hellismanna sögu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar stendur að Eiríkur hafi farið á handahlaupi upp undir jökulinn, sem síðan sé við hann kenndur og hlaupið upp á Eiríksgnípu (2. útg. II:290-93). En ekki fylgir sögunni nánar hverra manna þessi Eiríkur var. Þórhallur Vilmundarson taldi að nafnið Eiríksjökull gæti verið dregið af *Ein-ríkr ‘sá sem ríkir einn’, um stakar gnípur, strýtur eða fjöll, og hefur hann gert nánari grein fyrir heimildum um nafnið í grein sinni um Eiríksjökul í Grímni 3:75-77 (* merkir endurgerð nafnmynd). Eldra heiti á Eiríksjökli er Baldjökull eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli? Mynd: Flugskóli Akureyrar
Frá því er sagt að veturinn 1759-60 hafi í stílsefni fyrir latneska stíla í Skálholtsskóla verið frásögn af því, að útileguþjófar í Surtshelli hafi verið felldir þar sem heitir Fyrirsátur, allir utan einn, “sem hét Eirekur. Hann komst á flótta og var þó höggvinn af honum fóturinn. En svo skyldi hann hafa verið frækinn, að hann fór á öðrum fæti upp á fjallsgnípu þá, er síðan heitir Eiríksgnípa, svo þeir höfðu hans ei.” (Blanda II:415-19, eftir ÍB 350, 8vo). Í Hellismanna sögu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar stendur að Eiríkur hafi farið á handahlaupi upp undir jökulinn, sem síðan sé við hann kenndur og hlaupið upp á Eiríksgnípu (2. útg. II:290-93). En ekki fylgir sögunni nánar hverra manna þessi Eiríkur var. Þórhallur Vilmundarson taldi að nafnið Eiríksjökull gæti verið dregið af *Ein-ríkr ‘sá sem ríkir einn’, um stakar gnípur, strýtur eða fjöll, og hefur hann gert nánari grein fyrir heimildum um nafnið í grein sinni um Eiríksjökul í Grímni 3:75-77 (* merkir endurgerð nafnmynd). Eldra heiti á Eiríksjökli er Baldjökull eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli? Mynd: Flugskóli Akureyrar