Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:
Ég hef séð á mörgum kortum af landinu að Langjökull er nefndur Baldjökull. Hvenær og af hverju átti þessi nafnabreyting sér stað?

Nafnmyndin Baldjökull er eldra nafn á Eiríksjökli eða norðvesturhluta Langjökuls og er upphaflega nafnmyndin Balljökull (nefndur til dæmis í Harðar sögu, Íslensk fornrit XIII:131) vegna kúptrar lögunar jökulhettunnar. Orðið böllur merkti í fornu máli ‘hnöttur, kúla’.



Hluti af íslandskorti úr bókinni Atlas minor sem kom út árið 1628. Fyrir miðju sést Balljökull.

Oddur Sigurðsson rekur flókna nafnasögu jöklanna í Árbók Ferðafélagsins 2001, 187-188, en ekki er auðvelt að segja með vissu hvenær nafnabreytingin varð. Vafalítið má tengja hana breytingu á jöklunum sjálfum, en Oddur telur að Langjökull hafi áður verið aðskilinn í tvo eða fleiri hluta.

Sjá einnig svar saman höfundar við spurningunni Hvað þýðir Ballará?

Mynd: Forn Íslandskort.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

9.9.2003

Spyrjandi

Baldur Helgason

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?“ Vísindavefurinn, 9. september 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3718.

Svavar Sigmundsson. (2003, 9. september). Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3718

Svavar Sigmundsson. „Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3718>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:

Ég hef séð á mörgum kortum af landinu að Langjökull er nefndur Baldjökull. Hvenær og af hverju átti þessi nafnabreyting sér stað?

Nafnmyndin Baldjökull er eldra nafn á Eiríksjökli eða norðvesturhluta Langjökuls og er upphaflega nafnmyndin Balljökull (nefndur til dæmis í Harðar sögu, Íslensk fornrit XIII:131) vegna kúptrar lögunar jökulhettunnar. Orðið böllur merkti í fornu máli ‘hnöttur, kúla’.



Hluti af íslandskorti úr bókinni Atlas minor sem kom út árið 1628. Fyrir miðju sést Balljökull.

Oddur Sigurðsson rekur flókna nafnasögu jöklanna í Árbók Ferðafélagsins 2001, 187-188, en ekki er auðvelt að segja með vissu hvenær nafnabreytingin varð. Vafalítið má tengja hana breytingu á jöklunum sjálfum, en Oddur telur að Langjökull hafi áður verið aðskilinn í tvo eða fleiri hluta.

Sjá einnig svar saman höfundar við spurningunni Hvað þýðir Ballará?

Mynd: Forn Íslandskort....