Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí næstkomandi? Hverjar verða afleiðingarnar?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Næsta föstudag, 5. maí árið 2000, verður staða reikistjarnanna þannig að allar björtustu reikistjörnurnar fimm utan jarðar, Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus verða samtímis nálægt samstöðu innbyrðis og um leið ekki fjarri ytri samstöðu við sól sem kallað er, það er að segja nærri því andstæðar jörðu miðað við sól. Þessar fimm reikistjörnur og sólin og jörðin og raunar tunglið verða þá nokkurn veginn á beinni línu. Nákvæmnin í þessu er þó ekki meiri en svo að reikistjörnurnar taka samtals yfir 26 gráðu horn. Slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1962 og á ekki eftir að gerast aftur fyrr en á árinu 2675.

Aðeins tvö af himintunglunum hafa veruleg eðlisfræðileg eða aflfræðileg áhrif hér á jörðu niðri, -- áhrif sem við mundum verða vör við þó að sæjum aldrei til himins. Þessi tvö himintungl eru sólin og tunglið. Áhrif sólar koma til dæmis fram í dægraskiptum og árstíðaskiptum og tunglið segir til sín í flóði og fjöru sem skiptast á tvisvar á hverjum "tungldegi" eða tunglhring, það er að segja á þeim tíma sem það tekur tunglið að fara eina umferð um jörðina, miðað við hana sjálfa. Samspil sólar og tungls kemur svo fram í smástreymi og stórstreymi, en stórstreymi verður einmitt þegar sól, tungl og jörð eru á beinni línu.

Vegna þess hve áhrif hinna reikistjarnanna eru hverfandi lítil hér á jörðinni hefur hin línulega afstaða sem spurt er um engar merkjanlegar afleiðingar.

Þar sem reikistjörnurnar eru við þetta tækifæri í sömu eða svipaðri stefnu og sólin, séð frá jörð, þá eru þær engan veginn sýnilegar með berum augum og atburðurinn dregur ekki að sér neina athygli þegar menn horfa til himins.

Hér gegnir hins vegar öðru máli um innbyrðis samstöðu bjartra reikistjarna þegar hún verður á myrkum næturhimni, til dæmis þegar þær eru samtímis í gagnstöðu við sól og þá í hágöngu á miðnætti. Við erum þá eingöngu að tala um björtu ytri reikistjörnurnar þrjár, Mars, Júpíter og Satúrnus, en þær eru einmitt bjartastar þegar þær eru í gagnstöðu og munar þar sérlega miklu á Mars. Slíkir viðburðir hafa ævinlega vakið mikla athygli manna og hafa menn til dæmis velt því fyrir sér að sagan um Betlehemstjörnuna hafi verið þannig til komin, en tímasetning hennar er ekki nógu skýr til þess að unnt sé að skera úr um það hvort slíkur veruleiki sé bak við söguna.

Heimildir

Almanak fyrir Ísland um árið 2000. Reykjavík: Háskóli Íslands. (á bls. 65 er línurit sem sýnir glöggt samstöðuna og aðdraganda hennar).

Einnig má lesa nánar um þetta á ensku á þessari vefsíðu Griffith stjörnustöðvarinnar í Bandaríkjunum. Þar eru meðal annars glöggar og fróðlegar myndir af því hvernig samstaðan horfir við okkur. Sérstaklega er vert að taka eftir myndinni sem sýnir hvernig þetta lítur út þegar horft er á sólkerfið ofan frá.

Greinargóð umfjöllun um sjávarfallakraftana er á þessari vefsíðu á vegum Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar NASA.

Hér á vefsíðu dr. Brian Monsons er hægt að sjá hreyfimyndir af samstöðunni.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

2.5.2000

Síðast uppfært

23.4.2017

Spyrjandi

Hreinn Hreinsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí næstkomandi? Hverjar verða afleiðingarnar?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=389.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 2. maí). Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí næstkomandi? Hverjar verða afleiðingarnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=389

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí næstkomandi? Hverjar verða afleiðingarnar?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=389>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí næstkomandi? Hverjar verða afleiðingarnar?
Næsta föstudag, 5. maí árið 2000, verður staða reikistjarnanna þannig að allar björtustu reikistjörnurnar fimm utan jarðar, Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus verða samtímis nálægt samstöðu innbyrðis og um leið ekki fjarri ytri samstöðu við sól sem kallað er, það er að segja nærri því andstæðar jörðu miðað við sól. Þessar fimm reikistjörnur og sólin og jörðin og raunar tunglið verða þá nokkurn veginn á beinni línu. Nákvæmnin í þessu er þó ekki meiri en svo að reikistjörnurnar taka samtals yfir 26 gráðu horn. Slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1962 og á ekki eftir að gerast aftur fyrr en á árinu 2675.

Aðeins tvö af himintunglunum hafa veruleg eðlisfræðileg eða aflfræðileg áhrif hér á jörðu niðri, -- áhrif sem við mundum verða vör við þó að sæjum aldrei til himins. Þessi tvö himintungl eru sólin og tunglið. Áhrif sólar koma til dæmis fram í dægraskiptum og árstíðaskiptum og tunglið segir til sín í flóði og fjöru sem skiptast á tvisvar á hverjum "tungldegi" eða tunglhring, það er að segja á þeim tíma sem það tekur tunglið að fara eina umferð um jörðina, miðað við hana sjálfa. Samspil sólar og tungls kemur svo fram í smástreymi og stórstreymi, en stórstreymi verður einmitt þegar sól, tungl og jörð eru á beinni línu.

Vegna þess hve áhrif hinna reikistjarnanna eru hverfandi lítil hér á jörðinni hefur hin línulega afstaða sem spurt er um engar merkjanlegar afleiðingar.

Þar sem reikistjörnurnar eru við þetta tækifæri í sömu eða svipaðri stefnu og sólin, séð frá jörð, þá eru þær engan veginn sýnilegar með berum augum og atburðurinn dregur ekki að sér neina athygli þegar menn horfa til himins.

Hér gegnir hins vegar öðru máli um innbyrðis samstöðu bjartra reikistjarna þegar hún verður á myrkum næturhimni, til dæmis þegar þær eru samtímis í gagnstöðu við sól og þá í hágöngu á miðnætti. Við erum þá eingöngu að tala um björtu ytri reikistjörnurnar þrjár, Mars, Júpíter og Satúrnus, en þær eru einmitt bjartastar þegar þær eru í gagnstöðu og munar þar sérlega miklu á Mars. Slíkir viðburðir hafa ævinlega vakið mikla athygli manna og hafa menn til dæmis velt því fyrir sér að sagan um Betlehemstjörnuna hafi verið þannig til komin, en tímasetning hennar er ekki nógu skýr til þess að unnt sé að skera úr um það hvort slíkur veruleiki sé bak við söguna.

Heimildir

Almanak fyrir Ísland um árið 2000. Reykjavík: Háskóli Íslands. (á bls. 65 er línurit sem sýnir glöggt samstöðuna og aðdraganda hennar).

Einnig má lesa nánar um þetta á ensku á þessari vefsíðu Griffith stjörnustöðvarinnar í Bandaríkjunum. Þar eru meðal annars glöggar og fróðlegar myndir af því hvernig samstaðan horfir við okkur. Sérstaklega er vert að taka eftir myndinni sem sýnir hvernig þetta lítur út þegar horft er á sólkerfið ofan frá.

Greinargóð umfjöllun um sjávarfallakraftana er á þessari vefsíðu á vegum Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar NASA.

Hér á vefsíðu dr. Brian Monsons er hægt að sjá hreyfimyndir af samstöðunni.

...