Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 327 svör fundust
Hvað er átt við með orðinu skammtafræði?
Orðið skammtafræði er þýðing á erlendu orði sem notað er í eðlisfræði. Á ensku kallast skammtafræði 'quantum theory', 'quantum physics' eða 'quantum mechanics'. Sambærilegt heiti í frönsku er 'mécanique quantique' og á þýsku eru notuð orðin 'Quantenmechanik', 'Quantentheorie' eða 'Quantenphysik'. Í svari við sp...
Er hunangsfluga og býfluga það sama?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um býflugur og hunangsflugur. Þær eru meðal annars:Hvað éta býflugur?Hvað geta býflugur lifað lengi?Leggjast býflugur í dvala? Ef svo er, hversu lengi? Af hverju suða býflugur?Hvernig gera býflugur bú sín? Hvar gera hunangsflugur oftast búin? Hvernig fjölga býflugnadro...
Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?
Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleif...
Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili?
Síðasta eldgosatímabil hófst um 800 e.Kr., eða litlu fyrr, og lauk árið 1240. Stóð það því yfir í um 450 ár. Engar samtímaheimildir eru til sem lýsa eldgosunum svo að gagni sé og því erfitt um vik að áætla fjölda gosanna. Það sem helst má nota í því sambandi er að telja hraunin eða hraunflekkina og reyna að tengja...
Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvenær lauk borgarastríðinu í Mósambík? Grunnupplýsingar Mósambík er sjálfstætt lýðveldi í Suðaustur-Afríku og liggur austurströnd þess að Indlandshafi. Landamæri Mósambíkur liggja að Tansaníu norðan megin, Suður-Afríku og Svasílandi sunnan og suðvestan megin, og að Simbabve, Sa...
Hvaðan kemur orðið mötuneyti?
Orðið mötuneyti er sett saman af orðunum mata ‛fæða, matur, nesti (í verið)’ og -neyti sem leitt er af sögninni neyta ‛njóta, eta, drekka’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛hafa sameiginlegt ferðanesti, njóta matar með öðrum’. Mötunautur var þá sá sem var í mötuneyti með einhverjum...
Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent?
Þetta er spurning sem er erfitt að svara afdráttarlaust með jái eða nei-i. Mín skoðun er sú að mjög vafasamt sé að halda slíku fram. Væntanlega er fyrirspyrjandi að tala um að það standi í vegi fyrir framþróun stýrikerfa að þau þurfi að vera samhæfð við eldri útgáfur af hug- og vélbúnaði. Ég er alls ekki viss u...
Hvaða skáld samdi heilræðavísur og hvað má segja um slíkan kveðskap?
Upphaflega var spurningin: „Hver samdi heilræðavísur?“ Þekktustu heilræðavísur á íslensku eru eftir sr. Hallgrím Pétursson (1614–1674), en um hann má lesa í svari Kristjáns Eiríkssonar við spurningunni Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson? Fyrsta erindi vísnanna hljómar eflaust kunnuglega í eyrum m...
Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?
Einn útbreiddasti misskilningurinn um plasma-sjónvörp varðar líftíma þeirra; að þau endist stutt, skemur en myndlampasjónvörp og LCD-sjónvörp. Sumir halda jafnvel að fylla þurfi á gasið í skjánum eftir ákveðinn tíma og að ekki megi halla þeim. Þetta er einfaldlega alrangt. Með líftíma er átt við þann tíma sem ...
Hvað er kjarnorkugeislun og hvernig fær maður hana?
Kjarnorka er ein tegund orku og nafnið fær hún af því að upptök hennar eru í kjörnum atóma. Að þessu leyti er kjarnorka ekkert öðruvísi en til dæmis efnaorka í bensíni sem verður til þegar sameindir í bensíninu rofna, taka til sín súrefni og atómin raða sér síðan aftur upp í minni sameindir. Í kjarnorkuverum er ke...
Hvað gera ráðherrar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hverjir eru ráðherrarnir og hvað gera þeir (starfslýsing)? Ráðherrarnir fara með framkvæmdavald ríkisins, ásamt forseta Íslands, og hafa yfirumsjón með málum sem heyra undir þeirra ráðuneyti. Þannig er það í þeirra verkahring að setja í framkvæmd ýmis mál sem þarf að vinna...
Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?
Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...
Hvernig varð Þingvallavatn til?
Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...
Hvers konar eldvirkni má búast við á Reykjanesskaga eftir gosið í Geldingadölum?
Upprunalegu spurningarnar voru: Við hverju má búast á næstu árum/áratugum á Reykjanesskaga? Fleiri eldgosum og mögulega stærri? (Urður) Hvaða þýðingu hefur nýafstaðið eldgos í Geldingadölum fyrir framtíð eldvirkni á Reykjanesskaganum? (Björn Gústav) Sælir, hvað getið þið sagt okkur um eldvirkni á Reykjanesi? (...
Þarf að rannsaka mann betur ef grunur leikur á að maður hafi ofnæmi fyrir sýklalyfjum?
Stutta svarið er já. Málið er þó ekki svona einfalt. Í rannsókn sem gerð var á handahófsvöldu úrtaki ungs fólks 20-44 ára á Reykjavíkursvæðinu (n= 545) árið 1990 töldu 77 (14%) að þeir væru með lyfjaofnæmi. Við nánari eftirgrennslan fækkaði þó í hópnum. Það náðist ekki í alla, en 51 staðfestu lyfjaofnæmi og af...