Hér eru því miður ekki tök á að lýsa öllum vísindastörfum Weinbergs svo að lesandinn verði einhverju nær. Við kjósum að takmarka okkur við kenninguna um sameiningu rafsegulverkunar og veikrar víxlverkunar sem var tilefni Nóbelsverðlaunanna árið 1979. Þegar kjarneðlisfræði og öreindafræði óx fiskur um hrygg á tímabilinu 1910-1940 varð smám saman ljóst að víxlverkanir smæstu einda efnisins, öreindanna, virtust falla í fjóra flokka.
- Öflugasti krafturinn nefnist sterk víxlverkun og heldur til að mynda atómkjörnunum saman en hefur stutta seilingu sem kallað er.
- Rafsegulverkunin er meðal annars að verki milli allra einda sem bera rafhleðslu og er býsna mikilvæg í umhverfi okkar ef að er gáð, en dylst stundum af því að krafturinn fer eftir formerki hleðslunnar og hleðslur með gagnstæðu formerki vega oft hvor aðra upp. Seiling verkunarinnar frá hlaðinni eind er hins vegar óendanlega löng ef gagnstæðar hleðslur koma ekki við sögu.
- Þriðja víxlverkunin er kölluð veik víxlverkun og sést fyrst og fremst í náttúrunni í beta-sundrun atómkjarna. Þá sendir kjarninn frá sér rafeind eða jáeind ásamt andfiseind eða fiseind rafeindar og hleðsla kjarnans breytist í samræmi við það. Veik víxlverkun sést einnig nú á dögum í geimgeislum og í ýmsum hvörfum sem verða í öreindahröðlum. Hún er veikari en hinar tvær sem nefndar voru og hefur líka mjög stutta seilingu.
- Fjórða víxlverkunin er sú sem við þekkjum best, þyngdarverkunin. Þyngdarkrafturinn verkar milli allra efnisagna sem hafa massa. Samkvæmt almennu afstæðiskenningunni leggja massalausar eindir líka sitt af mörkum til þyngdarkrafta vegna orkunnar sem þeim fylgir og jafngildir massa samkvæmt hinni frægu jöfnu E = m c2. Þyngdarkraftur milli agna eða orkueininga er alltaf aðdráttarkraftur þannig að kraftur frá mismunandi ögnum leggst alltaf saman og því verður þyngdarkrafturinn svo mikilvægur í kringum okkar, þó að þyngdarkraftur milli tveggja öreinda sé oft hverfandi miðað við aðra krafta sem verka milli þeirra.
- Hvað er "samsviðskenningin" og hvað gengur hún nákvæmlega út á? eftir Kristján Rúnar Kristjánsson
- Hvað er strengjafræði? eftir JGÞ
- Hvernig hljómar strengjakenningin og hver er hin sennilegasta minnsta eining? eftir Lárus Thorlacius
- Hvað er afstæðiskenningin? eftir Þórð Jónsson
- Hvað er hulduorka (dark energy)? eftir Kristján Rúnar Kristjánsson
- Hverjar eru helstu kenningar vísindamanna í heimsfræði um þróun alheimsins? eftir Ottó Elíasson
- Steven Weinberg á Wikipedia.
- The Nobel Prize in Physics 1979 - Autobiography á Nobelprize.org.
- Weinberg, Steven, 1998. Ár var alda. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
- Mynd: Department of Energy Research and Development Accomplishments. Sótt 6.1.2011.
Orðaskrá:
Þessi orðaskrá er meðal annars hugsuð til að auðvelda lesendum svarsins sem kunna ensku að afla sér meiri fróðleiks á Veraldarvefnum.íslenska | enska | íslenska | enska |
---|---|---|---|
andfiseind | anti-neutrino | sameinuð kenning um rafsegulverkun og veika víxlverkun | unified electroweak thory |
beta-sundrun | beta decay | samsviðskenning | unified field theory |
bóseind | boson | seiling | range |
burðareind, boðeind | carrier particle | sjálfsprottið samhverfurof | spontaneous symmetry breaking |
endurstöðlun | renormalization | skammtafræðileg þyngdarfræði | quantum gravity |
fiseind | neutrino | skammtasviðsfræði | quantum field theory |
geimgeisli | cosmic ray | skammtafræðileg þyngdarfræði | quantum gravity |
heimsfræði | cosmology | sterk víxlverkun | strong interaction |
hulduorka | dark energy | strengjafræði | string theory |
K-miðeind | kaon, K-meson | sundrun | decay |
kjarneðlisfræði | nuclear physics | veik víxlverkun | weak interaction |
ljóseind | photon | virk sviðskenning | effective field theory |
ofursamhverfa | supersymmetry | þyngdarverkun | gravitational interaction, gravity |
ofurstrengur | superstring | öreindafræði | elementary particle physics, high energy physics |
rafsegulverkun | electromagnetic interaction | öreindahraðall | particle accelerator |