Ef kjarnorkuver bila þá geta afurðir kjarnaklofnunar borist út í umhverfið og þeir sem komast í tæri við þær verða fyrir geislun. Geislavirku samsæturnar hegða sér eins og ógeislavirkar samsætur sömu frumefna. Þær safnast til dæmis fyrir á sömu stöðum. Geislavirkt strontín safnast fyrir í beinum eins og venjulegt strontín og kalk, en strontín hefur sömu efnafræðilegu eiginleika og kalk. Allt líf á jörðinni verður fyrir stöðugri geislun, aðallega frá geislavirkum efnum í berggrunninum og einnig ná geimgeislar að einhverju leyti í gegnum lofthjúp jarðar. Þessi náttúrulega geislun er mismikil eftir löndum, hæð yfir sjó og öðrum þáttum. Um þetta má lesa meira í svari Arnar Helgasonar við spurningunni Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni? eftir Kristján Leósson og Þorstein Vilhjálmsson
- Í hvað er kjarnorka aðallega notuð? eftir Ágúst Valfells
- Hversu lengi er geislavirkni frá kjarnorkuúrgangi að helmingast? eftir Ágúst Valfells
- Af hverju deyr maður út af geislavirkni? eftir ÞV
- http://christermeer.com. Sótt 16.3.2011
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.