Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kjarnorkugeislun og hvernig fær maður hana?

JGÞ

Kjarnorka er ein tegund orku og nafnið fær hún af því að upptök hennar eru í kjörnum atóma. Að þessu leyti er kjarnorka ekkert öðruvísi en til dæmis efnaorka í bensíni sem verður til þegar sameindir í bensíninu rofna, taka til sín súrefni og atómin raða sér síðan aftur upp í minni sameindir. Í kjarnorkuverum er keðjuverkandi kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem síðan er látin knýja hverfla sem búa til rafmagn.

Við kjarnaklofnun myndast geislavirkar samsætur tiltekinna frumefna. Í kjörnum frumeinda eru tvenns konar eindir: róteindir (e. protons) sem eru jákvætt hlaðnar og nifteindir (e. neutrons) sem hafa enga hleðslu. Fjöldi róteindanna ræður gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteindanna getur verið breytilegur. Í venjulegri vetnisfrumeind er til dæmis ein róteind. Um kjarnann sveima síðan neikvætt hlaðnar rafeindir (e. electrons) sem eru jafnmargar og róteindirnar. Í vetnisfrumeindinni er þess vegna ein rafeind.

Tvær frumeindir sem hafa sama fjölda róteinda en mismunandi fjölda nifteinda kallast samsætur (e. isotopes). Massi þeirra er ekki sá sami þar sem önnur er gerð úr fleiri ögnum en hin.


Gufa stígur upp frá kjarnorkuveri. Í kjarnorkuverum er kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem síðan er látin knýja hverfla sem búa til rafmagn.

Ef kjarnorkuver bila þá geta afurðir kjarnaklofnunar borist út í umhverfið og þeir sem komast í tæri við þær verða fyrir geislun. Geislavirku samsæturnar hegða sér eins og ógeislavirkar samsætur sömu frumefna. Þær safnast til dæmis fyrir á sömu stöðum. Geislavirkt strontín safnast fyrir í beinum eins og venjulegt strontín og kalk, en strontín hefur sömu efnafræðilegu eiginleika og kalk.

Allt líf á jörðinni verður fyrir stöðugri geislun, aðallega frá geislavirkum efnum í berggrunninum og einnig ná geimgeislar að einhverju leyti í gegnum lofthjúp jarðar. Þessi náttúrulega geislun er mismikil eftir löndum, hæð yfir sjó og öðrum þáttum. Um þetta má lesa meira í svari Arnar Helgasonar við spurningunni Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Katrín María Sigurðardóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er kjarnorkugeislun og hvernig fær maður hana?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58905.

JGÞ. (2011, 16. mars). Hvað er kjarnorkugeislun og hvernig fær maður hana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58905

JGÞ. „Hvað er kjarnorkugeislun og hvernig fær maður hana?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58905>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kjarnorkugeislun og hvernig fær maður hana?
Kjarnorka er ein tegund orku og nafnið fær hún af því að upptök hennar eru í kjörnum atóma. Að þessu leyti er kjarnorka ekkert öðruvísi en til dæmis efnaorka í bensíni sem verður til þegar sameindir í bensíninu rofna, taka til sín súrefni og atómin raða sér síðan aftur upp í minni sameindir. Í kjarnorkuverum er keðjuverkandi kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem síðan er látin knýja hverfla sem búa til rafmagn.

Við kjarnaklofnun myndast geislavirkar samsætur tiltekinna frumefna. Í kjörnum frumeinda eru tvenns konar eindir: róteindir (e. protons) sem eru jákvætt hlaðnar og nifteindir (e. neutrons) sem hafa enga hleðslu. Fjöldi róteindanna ræður gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteindanna getur verið breytilegur. Í venjulegri vetnisfrumeind er til dæmis ein róteind. Um kjarnann sveima síðan neikvætt hlaðnar rafeindir (e. electrons) sem eru jafnmargar og róteindirnar. Í vetnisfrumeindinni er þess vegna ein rafeind.

Tvær frumeindir sem hafa sama fjölda róteinda en mismunandi fjölda nifteinda kallast samsætur (e. isotopes). Massi þeirra er ekki sá sami þar sem önnur er gerð úr fleiri ögnum en hin.


Gufa stígur upp frá kjarnorkuveri. Í kjarnorkuverum er kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem síðan er látin knýja hverfla sem búa til rafmagn.

Ef kjarnorkuver bila þá geta afurðir kjarnaklofnunar borist út í umhverfið og þeir sem komast í tæri við þær verða fyrir geislun. Geislavirku samsæturnar hegða sér eins og ógeislavirkar samsætur sömu frumefna. Þær safnast til dæmis fyrir á sömu stöðum. Geislavirkt strontín safnast fyrir í beinum eins og venjulegt strontín og kalk, en strontín hefur sömu efnafræðilegu eiginleika og kalk.

Allt líf á jörðinni verður fyrir stöðugri geislun, aðallega frá geislavirkum efnum í berggrunninum og einnig ná geimgeislar að einhverju leyti í gegnum lofthjúp jarðar. Þessi náttúrulega geislun er mismikil eftir löndum, hæð yfir sjó og öðrum þáttum. Um þetta má lesa meira í svari Arnar Helgasonar við spurningunni Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....