Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er munurinn á efri og neðri deild Bandaríkjaþings?
Bandaríkjaþingi er skipt í tvær deildir, öldungadeild og fulltrúadeild. Um þær er gjarnan talað sem efri og neðri deildir þótt þær séu ekki skilgreindar þannig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í fyrstu grein stjórnarskrárinnar er löggjafarvaldið sett í hendur þingsins og því skipt í tvær deildir. Báðar deildirnar þur...
Hvað er Fibonacci-talnaruna?
Fibonacci-runan er talnarunan 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærðfræðinginn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld. Hann no...
Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?
Á Íslandi er flaggað í hálfa stöng á sorgarstundum. Á meðan jarðarför fer fram er fáninn í hálfa stöng á meðan að jarðarförin stendur yfir en að athöfn lokinni skal fáninn dreginn að húni og blakta þar til sólarlags. Á ensku er talað um að flaggað sé í half mast eða í hálft mastur þegar fáni er dreginn í há...
Hver er uppruni orðatiltækisins „of seint í rassinn gripið“?
Orðatiltækið það er of seint í rassinn gripið er fremur nýtt í málinu og uppruni ekki alveg ljós. Það gæti tengst orðatiltækinu að grípa í rassinn á deginum sem þekkt er allt frá 17. öld í merkingunni ‘byrja á einhverju of seint’. Þá gæti hugsunin verið að of seint sé að grípa í rassinn á einhverjum, sem ná þurfi ...
Hvaðan er orðið ponta komið?
Orðið ponta er notað í fleiri en einni merkingu. Það er notað um íbjúgt, oddlaga tóbaksílát, brunnfötu, ræðustól, lítinn þorskhaus og sem gæluyrði um krakka, einkum litlar stelpur. Talað er um að stíga í pontu þegar farið er í ræðustól. Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvað...
Mig langar að vita hvort það sé vitlaust að segja að klukkan sé fimm mínútur í sjö og hvernig er þetta með að klukkan sé "gengin í " og klukkuna "vanti"?
Katrín Axelsdóttir skrifaði grein sem hún nefndi ,,Hvað er klukkan?“ í tímaritið Orð og tungu 8. hefti 2006, bls. 93–103, og er stuðst við hana hér. Katrín gerir grein fyrir ,,gömlu kerfi“ og ,,nýju kerfi“ þegar sagt er til um klukkuna. Samkvæmt gamla kerfinu var sagt þegar klukkan var 12.05: ,,Klukkan er fimm...
Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum?
Það er mögulegt að brenna olíu sem berst í sjó við olíuslys og það er gert í einstaka tilfellum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys? Þar segir um þessa aðferð: Er henni (olíunni) þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð...
Hvaða draumur er í dós?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur hugtakið “draumur í dós”? Hvaða draumur og úr hvaða dós? Orðið draumur hefur tvær merkingar. Annars vegar ‘fyrirburður í svefni’ og hins vegar ‘eitthvað ljómandi gott, indælt’. Síðari merkingin virðist tiltölulega ung og hefur líklega borist hingað frá Dan...
Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi? Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859: jeg lofaði því upp í ermina mína að ...
Hvers konar strik er sett í reikninginn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það? Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Rit...
Hvernig get ég stökkbreyst?
Í flestum tilfellum höfum við engin sérstök ráð til að framkvæma stökkbreytingar á sjálfum okkur, enda ekki víst að margir vildu að erfðaefnið í þeim stökkbreyttist! Stökkbreytingar á erfðaefninu eru nefnilega flestar til skaða. Sumar stökkbreytingar gera þó gagn, til dæmis þær sem breyta prótínum þannig að þau st...
Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?
Orðasambandið að vera í sjöunda himni ‛vera afar glaður’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Þótt hugmyndin um sjö himna sé mjög gömul virðist þetta fasta orðasamband hafa borist hingað um það leyti, sennilega frá Danmörku, það er at være i den syvende himmel. Danir hafa líklegast f...
Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?
Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögre...
Hvað eru margar reikistjörnur til?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hafliði Pétur Gíslason rannsakað?
Hafliði Pétur Gíslason er prófessor í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað veilur í hálfleiðandi og einangrandi þéttefni (e. condensed matter) allt frá doktorsnámi sínu. Veilur (e. defects) stjórna flestum hagnýtum eiginleikum þéttefnis, til að mynda stýra aðskotafrume...