Er henni (olíunni) þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð er kveikt í henni. Þessi aðferð hefur marga ókosti. Erfitt er að kveikja í olíunni því eldfimasti hluti hennar gufar afar hratt upp, sjálf íkveikjan er afar hættuleg vegna sprengihættu og síðast en ekki síst falla öskuleifar til botns og mikill reykur myndast, sem hvorttveggja getur haft afar slæm umhverfisáhrif. Helst hefur íkveikju verið beitt þegar ljóst er að ekki sé hægt að dæla olíunni frá borði við skipsstrand. Eru þá notaðar herþotur til að sprengja skipið til að losa olíuna úr því um leið og kveikt er í henni. Engar eldþolnar girðingar eru til á Íslandi.Þó brennsla á olíu í sjó sé ekki mjög algeng er þetta ein þeirra þriggja meginaðferða sem beitt er við að hreinsa olíu sem farið hefur í sjóinn. Hinar aðferðirnar eru annars vegar að safna olíunni saman og dæla henni upp með flotgirðingum og olíufleytum eða olíuupptökutækjum, sem eru talin bestu viðbrögðin, og hins vegar að dreifa olíunni eða fella hana út með felliefnum. Svo er líka til í dæminu að gera ekki neitt en láta náttúruna sjá um málið.
Það er hægt að brenna olíu sem fer í sjóinn en sú hreinsiaðferð hefur ýmsa ókosti.
Nánar má lesa um þessar mismunandi aðferðir við að hreinsa olíu úr sjó í svarinu sem nefnt var hér í upphafi. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hverjir eru helstu mengunarvaldar hafsins og hvaða áhrif hafa þeir á lífverur sjávar?
- Er einhver mengun vegna þeirra tuga tonna af blýsökkum sem tapast í hafið á hverju ári?
- Hvað getið þið sagt mér um mengun hafsins og afleiðingar hennar?