
Himnarnir sjö eru vel þekktir í trúarritum gyðinga og múslima. Á sjöunda himni býr Guð en í þriðja himni átti Paradís að vera ásamt lífsins tré. Myndin sem sést hér er freska eftir ítalska málarann Rafael (1483–1520) og er gerð á árunum 1509 og 1510. Á henni sést bæði himinn og jörð.
Ég þekki kristinn mann. Fyrir fjórtán árum var hann hrifinn burt allt til þriðja himins. Hvort það var í líkamanum eða utan líkamans veit ég ekki. Guð veit það. Og mér er kunnugt um að þessi maður var hrifinn upp í Paradís og heyrði ósegjanleg orð sem engum manni er leyft að mæla.Einmitt í þriðja himni átti Paradís að vera ásamt lífsins tré. Þar hefur því talist gott að vera þótt enn betra væri að komast í þann sjöunda. Mynd:
- La Disputa. (Sótt 24.04.2012).