Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?

Ulrika Andersson

Á Íslandi er flaggað í hálfa stöng á sorgarstundum. Á meðan jarðarför fer fram er fáninn í hálfa stöng á meðan að jarðarförin stendur yfir en að athöfn lokinni skal fáninn dreginn að húni og blakta þar til sólarlags.



Á ensku er talað um að flaggað sé í half mast eða í hálft mastur þegar fáni er dreginn í hálfa stöng. Þarna er vísað í upphaf hefðarinnar þegar segl voru felld í hálft mastur á skipum til þess að gefa til kynna að sorg ríkti um borð á skipinu til dæmis eftir sjóorrustu eða andlát skipstjóra. Sennilega kemur þessi hefð að flagga í hálfa stöng á sorgarstundum frá skipunum þó erfitt sé að segja til um það hvenær þessi siður færðist frá sjó til lands.

Til þess að geta flaggað í hálfa stöng þarf fánastöngin að vera býsna löng. Fram undir miðaldir voru fánar yfirleitt á prikum sem fólk hélt á eða festir í hólka á þökum eða veggjum. Fánarnir voru einnig þannig gerðir að erfitt var að losa þá og fella. Fyrstu frásagnir um fána í hálfri stöng má lesa í frásögnum um enska landkönnuðinn William Hall í bókinni British Flags eftir W.G.Perrin. Þar segir frá Hall þar sem hann heldur af stað í landkönnunarleiðangur árið 1612 til þess svæðis sem nú er Kanada. Ekki fór nú betur fyrir Hall en svo að hann var myrtur af Ínúítum í ferðinni en þegar skip hans snéri aftur til Englands var fáni felldur í virðingaskyni. Ekki er annað að skilja á Perrin en að fólkið í landi hafi skilið merkinguna sem í því fólst. Síðan þá hefur siðurinn breiðst út um heiminn.

Heimildir

Forsætisráðuneytið

Flags of the World

Myndin er á vefsetri Morgunblaðsins

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

1.7.2002

Spyrjandi

Rafn Rafnsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2548.

Ulrika Andersson. (2002, 1. júlí). Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2548

Ulrika Andersson. „Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2548>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?
Á Íslandi er flaggað í hálfa stöng á sorgarstundum. Á meðan jarðarför fer fram er fáninn í hálfa stöng á meðan að jarðarförin stendur yfir en að athöfn lokinni skal fáninn dreginn að húni og blakta þar til sólarlags.



Á ensku er talað um að flaggað sé í half mast eða í hálft mastur þegar fáni er dreginn í hálfa stöng. Þarna er vísað í upphaf hefðarinnar þegar segl voru felld í hálft mastur á skipum til þess að gefa til kynna að sorg ríkti um borð á skipinu til dæmis eftir sjóorrustu eða andlát skipstjóra. Sennilega kemur þessi hefð að flagga í hálfa stöng á sorgarstundum frá skipunum þó erfitt sé að segja til um það hvenær þessi siður færðist frá sjó til lands.

Til þess að geta flaggað í hálfa stöng þarf fánastöngin að vera býsna löng. Fram undir miðaldir voru fánar yfirleitt á prikum sem fólk hélt á eða festir í hólka á þökum eða veggjum. Fánarnir voru einnig þannig gerðir að erfitt var að losa þá og fella. Fyrstu frásagnir um fána í hálfri stöng má lesa í frásögnum um enska landkönnuðinn William Hall í bókinni British Flags eftir W.G.Perrin. Þar segir frá Hall þar sem hann heldur af stað í landkönnunarleiðangur árið 1612 til þess svæðis sem nú er Kanada. Ekki fór nú betur fyrir Hall en svo að hann var myrtur af Ínúítum í ferðinni en þegar skip hans snéri aftur til Englands var fáni felldur í virðingaskyni. Ekki er annað að skilja á Perrin en að fólkið í landi hafi skilið merkinguna sem í því fólst. Síðan þá hefur siðurinn breiðst út um heiminn.

Heimildir

Forsætisráðuneytið

Flags of the World

Myndin er á vefsetri Morgunblaðsins

...