Reikistjörnurnar í sólkerfi okkar eru níu talsins og eru ekki horfur á að ný þekking eigi eftir að breyta þeirri tölu. Hins vegar er ógerningur að segja til um hvað reikistjörnur alheimsins séu margar af þeirri einföldu ástæðu að svo lítill hluti hans hefur verið kannaður. Nokkuð hefur þó verið ritað hér á Vísindavefnum um reikistjörnur í öðrum sólkerfum og leit að þeim. Sérstaklega er vert að benda á svar Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið? og svar Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins? Einnig má hér fræðast um reikistjörnur sólkerfisins okkar, til dæmis í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvað heita reikistjörnurnar?
Hvað eru margar reikistjörnur til?
Reikistjörnurnar í sólkerfi okkar eru níu talsins og eru ekki horfur á að ný þekking eigi eftir að breyta þeirri tölu. Hins vegar er ógerningur að segja til um hvað reikistjörnur alheimsins séu margar af þeirri einföldu ástæðu að svo lítill hluti hans hefur verið kannaður. Nokkuð hefur þó verið ritað hér á Vísindavefnum um reikistjörnur í öðrum sólkerfum og leit að þeim. Sérstaklega er vert að benda á svar Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið? og svar Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins? Einnig má hér fræðast um reikistjörnur sólkerfisins okkar, til dæmis í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvað heita reikistjörnurnar?
Útgáfudagur
18.6.2003
Spyrjandi
Skorri Júlíusson, f. 1992
Tilvísun
EÖÞ. „Hvað eru margar reikistjörnur til?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3504.
EÖÞ. (2003, 18. júní). Hvað eru margar reikistjörnur til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3504
EÖÞ. „Hvað eru margar reikistjörnur til?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3504>.