Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heita reikistjörnurnar?

ÖJ

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar heita í réttri röð frá sólinni: Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó, sem sagt alls níu reikistjörnur. Þessar reikistjörnur ferðast allar á sporbaugsbrautum (elliptical orbits) um sólina, nokkurn veginn í sömu sléttu. Þó víkur brautarslétta Plútós verulega frá jarðbrautarsléttunni, sjá nánar hér.

Á svæðinu milli brauta Mars og Júpíters er belti af berghnullungum sem nær hringinn í kringum sólina. Þessir hnullungar eða smáhnettir kallast einu nafni smástirni (asteroid). Pláneturnar sem eru þar fyrir innan, Mars, Jörðin, Venus og Merkúríus, eru svipaðar jörðinni að stærð eða talsvert minni og gerðar úr bergi. Fyrir utan smástirnabeltið eru hins vegar gasrisarnir Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Plútó er minnst plánetanna og er hún aðallega úr bergi en þó líka úr ís, enda er mjög kalt svo fjarri sólinni.



Myndin sýnir reikistjörnurnar níu ásamt fjórum stórum tunglum Júpíters, sem stundum eru kennd við Galíleó. Bakgrunnur myndarinnar er frá Rosette-stjörnuþokunni og stafar rauði liturinn frá vetni, sá græni frá súrefni og sá blái frá brennisteini. Flestar myndirnar af himinhnöttunum á þessari samsettu mynd hafa verið teknar í leiðöngrum NASA til annarra hnatta í sólkerfinu en þeir hafa gerbreytt skilningi okkar á sólkerfinu á síðustu 30 árum.

Nánar má lesa um myndun og gerð sólkerfisins í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig varð jörðin til?

Mynd: NASA's Planetary Photojournal Catalog Page

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

16.1.2001

Spyrjandi

Jóhann Sævar

Tilvísun

ÖJ. „Hvað heita reikistjörnurnar?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1280.

ÖJ. (2001, 16. janúar). Hvað heita reikistjörnurnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1280

ÖJ. „Hvað heita reikistjörnurnar?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1280>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heita reikistjörnurnar?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar heita í réttri röð frá sólinni: Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó, sem sagt alls níu reikistjörnur. Þessar reikistjörnur ferðast allar á sporbaugsbrautum (elliptical orbits) um sólina, nokkurn veginn í sömu sléttu. Þó víkur brautarslétta Plútós verulega frá jarðbrautarsléttunni, sjá nánar hér.

Á svæðinu milli brauta Mars og Júpíters er belti af berghnullungum sem nær hringinn í kringum sólina. Þessir hnullungar eða smáhnettir kallast einu nafni smástirni (asteroid). Pláneturnar sem eru þar fyrir innan, Mars, Jörðin, Venus og Merkúríus, eru svipaðar jörðinni að stærð eða talsvert minni og gerðar úr bergi. Fyrir utan smástirnabeltið eru hins vegar gasrisarnir Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Plútó er minnst plánetanna og er hún aðallega úr bergi en þó líka úr ís, enda er mjög kalt svo fjarri sólinni.



Myndin sýnir reikistjörnurnar níu ásamt fjórum stórum tunglum Júpíters, sem stundum eru kennd við Galíleó. Bakgrunnur myndarinnar er frá Rosette-stjörnuþokunni og stafar rauði liturinn frá vetni, sá græni frá súrefni og sá blái frá brennisteini. Flestar myndirnar af himinhnöttunum á þessari samsettu mynd hafa verið teknar í leiðöngrum NASA til annarra hnatta í sólkerfinu en þeir hafa gerbreytt skilningi okkar á sólkerfinu á síðustu 30 árum.

Nánar má lesa um myndun og gerð sólkerfisins í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig varð jörðin til?

Mynd: NASA's Planetary Photojournal Catalog Page ...