Á braut um Fomalhaut er reikistjarna og liggur braut hennar í kaldri rykskífunni sem umlykur stjörnuna. Fomalhaut er 17. bjartasta stjarna næturhiminsins og er í um 25 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Suðurfiskunum. Stjarnan er ung, umvafin ryki sem eru leifar eftir myndun hennar og innan þessarar rykskífu telja menn sig hafa fundið nýja reikistjörnu. Á myndum sést að rykskífan er bogin umhverfis stjörnuna sem þykir benda sterklega til þess að um stóra plánetu sé að ræða sem mótar rykskífuna. Stjarneðlisfræðingar telja að plánetan sé á stærð við Satúrnus. Þegar þetta er skrifað hafa fundist um 100 reikistjörnur í öðrum sólkerfum. Þær hafa aðeins fundist með mælingum en enn á eftir að ljósmynda þær. Það eru mjög spennandi tímar framundan því við erum rétt að byrja að finna nýjar reikistjörnur og þá vakna hin sígilda spurning: Er líf að finna á einhverjum þessara reikistjarna? Heimildir:
- Vefsíða Planetary Society.
- Vefsíða Sky & Telescope.
- Vefsíðan Space.com.