Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 363 svör fundust
Eru til villtir úlfaldar?
Til úlfalda teljast tvær núlifandi tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus) og hefur tvo hnúða á baki og hin nefnist drómedari (Camelus dromedarius) og er með einn hnúð á baki. Upprunaleg heimkynni drómedara eru í Afríku en þar finnast þeir ekki villtir lengur heldur aðeins tamin dýr. Í dag lifa t...
Er hægt að særa djöfulinn úr andsetnu fólki?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Eru þekkt dæmi um það að djöfullinn sé til í fólki og hægt sé að særa hann út? (5. R í MR). Eru andsæringar til í alvörunni? Er hægt að sanna það að fólk hafi verið andsett. (Jenný Björk Ragnarsdóttir) Andsetning (e. possession) kallast það fyrirbæri þegar einstaklingur...
Hvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska en ekki beinfiska?
Upphaflega spurningin var þessi:Hvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska, svo sem skötu og hákarl, en ekki beinfiska, sem úldna við sömu meðferð?Brjóskfiskar, svo sem háfiskar, innihalda háan styrk þvagefnis (urea) í holdi sínu, sem hefur það meginhlutverk að viðhalda réttum osmótískum þrýstingi í vefjum þeirra. Ve...
Er það satt að uppgötvast hafi risapláneta í útjaðri sólkerfisins?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Ef ekkert líf er á Júpíter, hvaða tilgangi getur hann þá þjónað?
Orðið tilgangur felur í sér vísun til geranda sem hefur vilja; við tölum um að eitthvað hafi tilgang fyrir einhvern. Raunvísindamenn nú á dögum gera ekki ráð fyrir slíkum geranda og því er þeim ekki tamt að taka svona til orða. Menn gera til dæmis ekki ráð fyrir því að fyrirbæri geimsins hafi einhvern sérstakan ti...
Hvað er hugmynd?
Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið k...
Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?
Það er ekki algilt að eyru eldri karlmanna séu loðin, en þó nokkuð algengt þar sem um þrír fjórðu karla fá löng hár á eyrun. Reyndar hafa allir, bæði konur og karlar, hár á eyrnablöðkunum og inni í hlustunum, þótt í flestum tilfellum sjáist þau ekki. Hár á eyrum hreinsa loft á leið þess inn í þau. Þannig koma þau ...
Af hverju voru risaeðlur kallaðir því nafni þrátt fyrir að sumar þeirra væru mjög litlar?
Hugtakið dinosaur er komið frá breska líffræðingnum Sir Richard Owen (1804-1892). Það er dregið af gríska orðinu deinos sem þýðir skelfilegur eða ógurlegur og sauros sem þýðir eðla. Vissulega voru ekki allar risaeðlur stórar og ógnvænlegar. Nú hafa fræðimenn lýst meira en 500 ættkvíslum og yfir 1000 tegundum í þes...
Ef það er sannað að ákveðin heilahvel stjórni ákveðnum tilfinningum, er þá ekki hægt að útiloka sálina?
Eins og kemur fram í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað þýðir orðið sál getur orðið sál þýtt ýmislegt. Meðal annars er það notað yfir "andlegt líf manns, hugsun, viðbrögð og tilfinningar" og það að heilinn stjórni tilfinningum útilokar auðvitað ekki tilvist hugsunarinnar. Við gerum því ráð fyrir...
Hvernig verður framtíðin?
Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...
Hver var Jón lærði Guðmundsson?
Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...
Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einstaklingar nudda saman opnum sárum á þumalfingrum?
Margir hættulegir sjúkdómar, til dæmis alnæmi og lifrarbólga C, smitast manna á milli með blóði. Smit getur átt sér stað jafnvel þó um lítið magn blóðs sé að ræða eins og til dæmis ef sár snertast. Það eru þekkt dæmi um það að einstaklingar beri sjúkdóm sem þeir vita ekki af og smiti fólk óvart með þessum hætti. ...
Hver er svartsýnasti heimspekingur allra tíma?
Það er getur reynst virkilega áhugavert að velta því fyrir sér hvaða heimspekingur í sögunni telst svartsýnni, eða pessimískari, en aðrir. Ein ástæða þess er að heimspekileg hugsun, eða gagnrýnin hugsun, er iðulega – að minnsta kosti á yfirborðinu – andstæð þeirri jákvæðu hugsun sem við kennum stundum við bjartsýn...
Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára. Venjan er hins vegar í ...
Í hvað er kjarnorka aðallega notuð?
Þegar rætt er um notagildi kjarnorku er við hæfi að byrja á því að fjalla um sólina. Sólir eins og okkar eru í sinni einföldustu mynd ægistór vetnishvel. Þyngdarkraftar láta vetnið falla saman þar til þéttleiki vetnis í iðrum sólarinnar verður svo hár að kjarnasamruni gerist algengur. Við þetta losnar orka, sem hi...