Upprunalega var útbreiðslusvæði villtra kameldýra um alla Mið-Asíu. Í dag finnast villt kameldýr á afskekktum svæðum í Gobí-eyðimörkinni í Mongólíu og er áætlað að stofninn sé um 950 einstaklingar. Líkt og drómedarar hafa kameldýr verið tamin og höfð í þjónustu mannsins í þúsundir ára. Talið er að fyrstu dýrin hafi verið tamin fyrir um fjögur þúsund árum í norðurhluta Íran, eða nokkru síðar en drómedarar. Tömdu dýrin eru erfðafræðilega eitthvað frábrugðin þeim villtu og er það talin vísbending um að áður fyrr hafi kameldýr skipst niður í nokkrar deilitegundir enda var upprunalegt útbreiðslusvæði þeirra mjög víðfeðmt. Þess má geta að rússneski landkönnuðurinn Nikolai Przewalski var fyrstur vestrænna vísindamanna til að lýsa villikameldýrinu til tegundar þó vissulega hafi íbúar Mið-Asíu þekkt til þess kynslóðum saman. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund: Mynd: ultimateungulate.com. Sótt 7. janúar 2009.
Upprunalega var útbreiðslusvæði villtra kameldýra um alla Mið-Asíu. Í dag finnast villt kameldýr á afskekktum svæðum í Gobí-eyðimörkinni í Mongólíu og er áætlað að stofninn sé um 950 einstaklingar. Líkt og drómedarar hafa kameldýr verið tamin og höfð í þjónustu mannsins í þúsundir ára. Talið er að fyrstu dýrin hafi verið tamin fyrir um fjögur þúsund árum í norðurhluta Íran, eða nokkru síðar en drómedarar. Tömdu dýrin eru erfðafræðilega eitthvað frábrugðin þeim villtu og er það talin vísbending um að áður fyrr hafi kameldýr skipst niður í nokkrar deilitegundir enda var upprunalegt útbreiðslusvæði þeirra mjög víðfeðmt. Þess má geta að rússneski landkönnuðurinn Nikolai Przewalski var fyrstur vestrænna vísindamanna til að lýsa villikameldýrinu til tegundar þó vissulega hafi íbúar Mið-Asíu þekkt til þess kynslóðum saman. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund: Mynd: ultimateungulate.com. Sótt 7. janúar 2009.