Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Úlfaldi er einfaldlega samheiti yfir hin stórvöxnu burðadýr sem tilheyra ættkvíslinni Camelus og lifa í Norður-Afríku, Arabíu og í Mið-Asíu. Talið er að úlfaldar hafi fyrst komið fram í þróunarsögunni fyrir um 40 miljónum ára.
Til úlfalda teljast tvær tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus), er með tvo hnúða á baki og lifir í Mið-Asíu. Hin tegundin nefnist drómedari (Camelus dromedarius), er með einn hnúð á baki og lifir í Norðanverðri Afríku og í Arabíu.
Kameldýr lifa eins og áður segir í Mið-Asíu, nánar tiltekið á svæði sem nær í vestri frá Túrkmenistan til Mongolíu í austri. Kameldýr eru mun stærri en drómedarar og eru mjög öflug burðardýr sem geta borið geysiþungar byrðar. Drómedarar hafa einnig verið mikilvæg húsdýr í norðanverðri Afríku og í Austurlöndum. Ekki eingöngu sem burðardýr heldur er ull dýrsins, mjólk og kjöt einnig nýtt. Drómedarar eru hraðskreiðari en kameldýrin og geta ferðast með 13 til 16 kílómetra hraða á klukkustund í 18 klukkustundir samfleytt nokkra sólarhringa í röð. Kameldýr ferðast á um 3 til 5 kílómetra hraða á klukkustund en eru mun þolbetri og harðgerri skepnur en drómedarar. 25 þúsund villtir drómedarar finnast nú í óbyggðum Ástralíu en um miðja 19. öld voru nokkur dýr flutt þangað sem burðadýr.
Drómedarar í Marókko.
Myndin er fengin af vefsetrinu digilander.iol.it
Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á kameldýri og úlfalda?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2499.
Jón Már Halldórsson. (2002, 18. júní). Hver er munurinn á kameldýri og úlfalda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2499
Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á kameldýri og úlfalda?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2499>.