Rétt er að hafa í huga að þegar Owen uppgötvaði forna tilvist þessara skriðdýra þá byggði hann skilgreininguna á þremur ættkvíslum: megalosaurus sem voru hinar skelfilegustu ráneðlur, iguanodon sem voru jurtaætur, sjálfsagt fáein tonn að þyngd, auk hylaeosaurus sem voru brynvaxnar risaeðlur. Á grundvelli steingerðra leifa tegunda innan þessara þriggja ættkvísla taldi hann að þær væru réttilega allar innan sameiginlegs flokks skriðdýra. Árið 1842 birti hann síðan grein í vísindatímaritinu Proceedings of the British Association for the Advancement of Science þar sem hann lagði til að þessi hópur skildi vera nefndur dinosauria. Síðari tíma uppgötvanir hafa leitt í ljós fleiri sannindi um þessar eðlur og hversu fjölbreytilegar þær voru. Flestar risaeðlur hafa þó verið stórvaxnar og flestar mun stærri en þær núlifandi eðlur sem deila jörðinni með okkur mönnunum. Til gamans má geta að Owen uppgötvaði og lýsti eftirtöldum risaeðlum (ártal í sviga):
- Anthodon (1876)
- Bothriospondylus (1875)
- Cardiodon (1841), (1841 - Owen ranglega taldi að þessi tegund hafi verið forn krókodíl
- Chondrosteosaurus (1876)
- Cimoliornis (1846)
- Cladeidon (1841)
- Coloborhynchus (1874)
- Dacentrurus (1875)
- Dinodocus (1884)
- Echinodon (1861)
- Nuthetes (1854)
- Polacanthus (1867)
- Scelidosaurus (1859)
- Hver var stærsta risaeðlan? eftir Leif A. Símonarson
- Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún var uppi? eftir Leif A. Símonarson
- Hvernig varð fyrsta risaeðlan til? eftir Leif A. Símonarson
- Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur? eftir Guðmund Eggertsson
- Webosaurs Blog. Sótt 8.10.2009.