Eins og áður kemur fram er vitað um menn á Indlandi sem hafa óvenjulöng og þétt hár á eyrunum. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness á Netinu er Indverji að nafni Victor Anthony sagður sá sem hefur lengstu eyrnahár, en met hans var skráð 26. ágúst 2007 og mældist hárið þá 18,1 cm á lengd. Samkvæmt ýmsum fréttasíðum hafði Indverji að nafni Radhakant Baijpai átt metið nokkrum árum áður. Árið 2003 mældist hann með 13,2 cm löng hár á eyrunum og fékk það met skráð hjá Guinness. Hvort þetta er sami maður og áður átti metið, bara kominn með vestrænt nafn skal ósagt látið. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim? eftir MBS
- Hvernig verður eyrnamergur til og hvaða tilgangi þjónar hann? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur.
- Af hverju vaxa neglur og hár? eftir EDS.
- Andrew C. Lee, Angamuthu Kamalam, Susan M. Adams og Mark A. Jobling. Molecular evidence for absence of Y-linkage of the Hairy Ears trait. European Journal of Human Genetics (2004) 12, 1077–1079.
- The Straight Dope.
- StrangeQuestions.
- Guinness World Records.
- The Telegraph.
- NTD Television.
- Mynd: Mail Online.