Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það er ekki algilt að eyru eldri karlmanna séu loðin, en þó nokkuð algengt þar sem um þrír fjórðu karla fá löng hár á eyrun. Reyndar hafa allir, bæði konur og karlar, hár á eyrnablöðkunum og inni í hlustunum, þótt í flestum tilfellum sjáist þau ekki. Hár á eyrum hreinsa loft á leið þess inn í þau. Þannig koma þau í veg fyrir að sýklar berist inn í eyrun með ryki og öðrum óhreinindum.

Vitað er að þessi eiginleiki erfist. Á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar var sett fram sú kenning að loðin eyru stöfuðu af ríkjandi geni á Y-kynlitningnum (karlkynlitningnum). Þessi kenning var byggð á rannsókn á tilteknum indverskum ættum, þar sem loðin eyru virtust erfast í beinan karllegg, sem sagt frá föður til sona. Þessi kenning hefur síðan verið hrakin og er nú talið líklegast að hér sé um ríkjandi gen á líkamslitningi að ræða sem er kynháð. Það fer sem sagt eftir kyni hvernig svipgerð kemur fram í þeim sem erfa genið. Það gæti skýrt tilvist hinna fáu kvenna sem fá þessa svipgerð þegar aldurinn færist yfir. Það eru þó engar vísindalegar sannanir fyrir því að eldri menn séu með loðnari eyru en yngri menn en þau sjást ekki í yngri mönnum og konum.



Radhakant Baijpai með skjal til staðfestingar þess að árið 2003 var hann með lengstu eyrnahár í heimi, 13,2 cm. Í frétt frá árinu 2009 segir að hárið sé þá orðið 25 cm.

Eins og áður kemur fram er vitað um menn á Indlandi sem hafa óvenjulöng og þétt hár á eyrunum. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness á Netinu er Indverji að nafni Victor Anthony sagður sá sem hefur lengstu eyrnahár, en met hans var skráð 26. ágúst 2007 og mældist hárið þá 18,1 cm á lengd. Samkvæmt ýmsum fréttasíðum hafði Indverji að nafni Radhakant Baijpai átt metið nokkrum árum áður. Árið 2003 mældist hann með 13,2 cm löng hár á eyrunum og fékk það met skráð hjá Guinness. Hvort þetta er sami maður og áður átti metið, bara kominn með vestrænt nafn skal ósagt látið.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

19.4.2011

Spyrjandi

Bjarki Jónsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2011, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57818.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2011, 19. apríl). Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57818

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2011. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57818>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?
Það er ekki algilt að eyru eldri karlmanna séu loðin, en þó nokkuð algengt þar sem um þrír fjórðu karla fá löng hár á eyrun. Reyndar hafa allir, bæði konur og karlar, hár á eyrnablöðkunum og inni í hlustunum, þótt í flestum tilfellum sjáist þau ekki. Hár á eyrum hreinsa loft á leið þess inn í þau. Þannig koma þau í veg fyrir að sýklar berist inn í eyrun með ryki og öðrum óhreinindum.

Vitað er að þessi eiginleiki erfist. Á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar var sett fram sú kenning að loðin eyru stöfuðu af ríkjandi geni á Y-kynlitningnum (karlkynlitningnum). Þessi kenning var byggð á rannsókn á tilteknum indverskum ættum, þar sem loðin eyru virtust erfast í beinan karllegg, sem sagt frá föður til sona. Þessi kenning hefur síðan verið hrakin og er nú talið líklegast að hér sé um ríkjandi gen á líkamslitningi að ræða sem er kynháð. Það fer sem sagt eftir kyni hvernig svipgerð kemur fram í þeim sem erfa genið. Það gæti skýrt tilvist hinna fáu kvenna sem fá þessa svipgerð þegar aldurinn færist yfir. Það eru þó engar vísindalegar sannanir fyrir því að eldri menn séu með loðnari eyru en yngri menn en þau sjást ekki í yngri mönnum og konum.



Radhakant Baijpai með skjal til staðfestingar þess að árið 2003 var hann með lengstu eyrnahár í heimi, 13,2 cm. Í frétt frá árinu 2009 segir að hárið sé þá orðið 25 cm.

Eins og áður kemur fram er vitað um menn á Indlandi sem hafa óvenjulöng og þétt hár á eyrunum. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness á Netinu er Indverji að nafni Victor Anthony sagður sá sem hefur lengstu eyrnahár, en met hans var skráð 26. ágúst 2007 og mældist hárið þá 18,1 cm á lengd. Samkvæmt ýmsum fréttasíðum hafði Indverji að nafni Radhakant Baijpai átt metið nokkrum árum áður. Árið 2003 mældist hann með 13,2 cm löng hár á eyrunum og fékk það met skráð hjá Guinness. Hvort þetta er sami maður og áður átti metið, bara kominn með vestrænt nafn skal ósagt látið.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd: