Neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í naglrótinni undir naglabandinu og ýtast smám saman fram á við.
Hárvöxtur er útskýrður í svari við spurningunni Af hverju vex hárið? Þar segir:
Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum hár. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex.Sú þjóðsaga er lífsseig að neglur og hár haldi áfram að vaxa eftir dauðann. Svo er þó ekki heldur er um sjóhverfingu að ræða. Það sem gerist er að eftir dauðann þornar líkaminn og skreppur saman. Við það færist húðin og aðrir vefir frá nöglum og hári þannig að neglurnar virðast hafa lengst og hárið síkkað. Hægt er að lesa meira um þetta í svari við spurningunni Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr? Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Image*after. Sótt 5. 3. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.