Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju vaxa neglur og hár?

EDS

Bæði neglur og hár vaxa við það að frumur bætast við naglrótina eða hárrótina og ýta þannig eldri frumum smám saman fram.

Um vöxt nagla er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru neglur? Þar segir meðal annars:
Neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í naglrótinni undir naglabandinu og ýtast smám saman fram á við.


Neglur eru þéttpakkaðar plötur úr hyrnisfrumum húðþekjunnar, en hyrni (e. keratín) er prótín sem er aðaluppistaðan í hári, fjöðrum, hornum og klóm, auk nagla.

Hárvöxtur er útskýrður í svari við spurningunni Af hverju vex hárið? Þar segir:
Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum hár. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex.

Sú þjóðsaga er lífsseig að neglur og hár haldi áfram að vaxa eftir dauðann. Svo er þó ekki heldur er um sjóhverfingu að ræða. Það sem gerist er að eftir dauðann þornar líkaminn og skreppur saman. Við það færist húðin og aðrir vefir frá nöglum og hári þannig að neglurnar virðast hafa lengst og hárið síkkað. Hægt er að lesa meira um þetta í svari við spurningunni Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.3.2008

Spyrjandi

Alma Ágústsdóttir, f. 1995, Thelma Dögg Pálsdóttir, Sonja Rut Jónsdóttir

Tilvísun

EDS. „Af hverju vaxa neglur og hár?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7181.

EDS. (2008, 6. mars). Af hverju vaxa neglur og hár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7181

EDS. „Af hverju vaxa neglur og hár?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7181>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju vaxa neglur og hár?
Bæði neglur og hár vaxa við það að frumur bætast við naglrótina eða hárrótina og ýta þannig eldri frumum smám saman fram.

Um vöxt nagla er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru neglur? Þar segir meðal annars:
Neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í naglrótinni undir naglabandinu og ýtast smám saman fram á við.


Neglur eru þéttpakkaðar plötur úr hyrnisfrumum húðþekjunnar, en hyrni (e. keratín) er prótín sem er aðaluppistaðan í hári, fjöðrum, hornum og klóm, auk nagla.

Hárvöxtur er útskýrður í svari við spurningunni Af hverju vex hárið? Þar segir:
Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum hár. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex.

Sú þjóðsaga er lífsseig að neglur og hár haldi áfram að vaxa eftir dauðann. Svo er þó ekki heldur er um sjóhverfingu að ræða. Það sem gerist er að eftir dauðann þornar líkaminn og skreppur saman. Við það færist húðin og aðrir vefir frá nöglum og hári þannig að neglurnar virðast hafa lengst og hárið síkkað. Hægt er að lesa meira um þetta í svari við spurningunni Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....