Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju vex hárið?

EMB

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum:

Alma Vignisdóttir (fædd 1990): Hvað eru mörg hár á höfðinu á mér?

Anna Jóhannsdóttir: Hvað vex hárið á höfðinu marga cm á mánuði?

Rósa G. Bergþórsdóttir: Hvers vegna vaxa hár í handakrikunum á konum?

Stefán Önundarson: Hvernig stendur á því að við fáum hár undir hendurnar?

Skúli Halldórsson: Af hverju er fólk með hár á höfðinu?

Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum hár. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex.

Efnið sem hárið er úr nefnist keratín. Ysta lag húðarinnar, hornhúðin, er einnig úr keratíni og yfirborð þess er, líkt og hárið, úr dauðum, hyrndum keratínfrumum.

Hárið á höfði okkar vex að meðaltali 0,44 millimetra á dag, eða rúmlega 13 mm á mánuði. Vaxtarhraðinn getur þó verið breytilegur milli einstaklinga.

Fjöldi höfuðhára er yfirleitt á bilinu 100.000 til 150.000. Þetta getur þó að sjálfsögðu breyst og hárunum fækkað hjá fólki sem missir hárið, til dæmis hjá karlmönnum sem fá skalla.

Talið er að tilgangurinn með hári á höfðinu sé að halda á okkur hita. Töluvert hitatap getur orðið um hvirfilinn og hárið dregur auðvitað úr því. Kannski má þó segja að núorðið þjóni höfuðhár litlum tilgangi öðrum en fagurfræðilegum þar sem húfur og önnur höfuðföt geta komið að sama gagni og hár þegar kalt er.

Sú kenning sem notið hefur hvað mestrar hylli um hár í handakrikum og við kynfæri er að hár á þessum svæðum safni í sig svitalykt sem hafi á árdögum manneskjunnar þótt kynferðislega aðlaðandi. Samkvæmt þessu hefur hár í handakrikum með öllu glatað tilgangi sínum, að minnsta kosti á okkar menningarsvæði, þar sem fólk leggur gjarnan mikið á sig til að losna við þessa lykt.

Sjá einnig svar Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Er húðin líffæri?

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

22.12.2000

Spyrjandi

Ingveldur Ævarsdóttir, f. 1989

Tilvísun

EMB. „Af hverju vex hárið?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1247.

EMB. (2000, 22. desember). Af hverju vex hárið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1247

EMB. „Af hverju vex hárið?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1247>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju vex hárið?

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum:

Alma Vignisdóttir (fædd 1990): Hvað eru mörg hár á höfðinu á mér?

Anna Jóhannsdóttir: Hvað vex hárið á höfðinu marga cm á mánuði?

Rósa G. Bergþórsdóttir: Hvers vegna vaxa hár í handakrikunum á konum?

Stefán Önundarson: Hvernig stendur á því að við fáum hár undir hendurnar?

Skúli Halldórsson: Af hverju er fólk með hár á höfðinu?

Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum hár. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex.

Efnið sem hárið er úr nefnist keratín. Ysta lag húðarinnar, hornhúðin, er einnig úr keratíni og yfirborð þess er, líkt og hárið, úr dauðum, hyrndum keratínfrumum.

Hárið á höfði okkar vex að meðaltali 0,44 millimetra á dag, eða rúmlega 13 mm á mánuði. Vaxtarhraðinn getur þó verið breytilegur milli einstaklinga.

Fjöldi höfuðhára er yfirleitt á bilinu 100.000 til 150.000. Þetta getur þó að sjálfsögðu breyst og hárunum fækkað hjá fólki sem missir hárið, til dæmis hjá karlmönnum sem fá skalla.

Talið er að tilgangurinn með hári á höfðinu sé að halda á okkur hita. Töluvert hitatap getur orðið um hvirfilinn og hárið dregur auðvitað úr því. Kannski má þó segja að núorðið þjóni höfuðhár litlum tilgangi öðrum en fagurfræðilegum þar sem húfur og önnur höfuðföt geta komið að sama gagni og hár þegar kalt er.

Sú kenning sem notið hefur hvað mestrar hylli um hár í handakrikum og við kynfæri er að hár á þessum svæðum safni í sig svitalykt sem hafi á árdögum manneskjunnar þótt kynferðislega aðlaðandi. Samkvæmt þessu hefur hár í handakrikum með öllu glatað tilgangi sínum, að minnsta kosti á okkar menningarsvæði, þar sem fólk leggur gjarnan mikið á sig til að losna við þessa lykt.

Sjá einnig svar Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Er húðin líffæri?

...