Greina má skýringar á tilurð hluta í tvennt: orsakaskýringar og tilgangsskýringar. Menn geta framkvæmt með tilgang í huga -- stefnt að marki -- þetta gera þeir með tilstilli viljans. Þegar Pétur er spurður: 'Af hverju gekkstu í Rauða krossinn?' er viðbúið að hann vísi til tilgangs eða markmiðs: 'Ég vildi hjálpa fólki.' Vísindamenn gera í dag almennt ekki ráð fyrir að slíkur vilji búi að baki náttúrufyrirbærum. Því leita raunvísindin ekki tilgangsskýringa heldur orsakaskýringa. Kannski Júpíter sé á einhvern máta gagnlegur fyrir okkur mennina -- og þá má segja að frá okkar sjónarhóli þjóni hann tilgangi -- en svo þarf ekki að vera og stjarnvísindin útheimta engan slíkan tilgang til að réttlæta eða skýra tilurð hans. Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? er gefin möguleg orsakaskýring, en ekki grennslast fyrir um tilgang. Og í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig varð jörðin til? má finna einhverjar skýringar á tilurð reikistjarnanna -- þar með er talinn Júpíter. Að vísu vill svo til að Júpíter er sú reikistjarna í sólkerfi okkar sem hefur langmestan massa. Með því að hún er jafnframt ein af ytri reikistjörnunum er mikið af hverfiþunganum í sólkerfinu fólginn í hreyfingu Júpíters. Þannig má segja eftir á að hann gegni í vissum skilningi mikilvægu hlutverki og án hans væri sólkerfið allt öðru vísi en það er, að minnsta kosti ef hverfiþungi þess væri óbreyttur. Ef við gefum okkur slík hliðarskilyrði jafnframt því sem við reynum að hugsa okkur sólkerfið án Júpíters, er eins víst að útkoman yrði sú að líf gæti ekki þrifist á jörðinni. Þetta er þó kannski bæði aukaatriði og ef til vill hártogun því að við gætum þá í staðinn spurt um einhverja aðra og lítilvægari reikistjörnu eins og Merkúríus eða Plútó, nú eða þá smærri hluti. Hver er tilgangur sandkornanna undir fótum okkar? Raunvísindin leiða slíkar spurningar hjá sér eins og fyrr er sagt, en þau neita því hins vegar ekki að sandkornin hafi áhrif á umhverfi sitt þó að þau áhrif séu lítil frá hverju korni um sig.
Ef ekkert líf er á Júpíter, hvaða tilgangi getur hann þá þjónað?
Greina má skýringar á tilurð hluta í tvennt: orsakaskýringar og tilgangsskýringar. Menn geta framkvæmt með tilgang í huga -- stefnt að marki -- þetta gera þeir með tilstilli viljans. Þegar Pétur er spurður: 'Af hverju gekkstu í Rauða krossinn?' er viðbúið að hann vísi til tilgangs eða markmiðs: 'Ég vildi hjálpa fólki.' Vísindamenn gera í dag almennt ekki ráð fyrir að slíkur vilji búi að baki náttúrufyrirbærum. Því leita raunvísindin ekki tilgangsskýringa heldur orsakaskýringa. Kannski Júpíter sé á einhvern máta gagnlegur fyrir okkur mennina -- og þá má segja að frá okkar sjónarhóli þjóni hann tilgangi -- en svo þarf ekki að vera og stjarnvísindin útheimta engan slíkan tilgang til að réttlæta eða skýra tilurð hans. Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? er gefin möguleg orsakaskýring, en ekki grennslast fyrir um tilgang. Og í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig varð jörðin til? má finna einhverjar skýringar á tilurð reikistjarnanna -- þar með er talinn Júpíter. Að vísu vill svo til að Júpíter er sú reikistjarna í sólkerfi okkar sem hefur langmestan massa. Með því að hún er jafnframt ein af ytri reikistjörnunum er mikið af hverfiþunganum í sólkerfinu fólginn í hreyfingu Júpíters. Þannig má segja eftir á að hann gegni í vissum skilningi mikilvægu hlutverki og án hans væri sólkerfið allt öðru vísi en það er, að minnsta kosti ef hverfiþungi þess væri óbreyttur. Ef við gefum okkur slík hliðarskilyrði jafnframt því sem við reynum að hugsa okkur sólkerfið án Júpíters, er eins víst að útkoman yrði sú að líf gæti ekki þrifist á jörðinni. Þetta er þó kannski bæði aukaatriði og ef til vill hártogun því að við gætum þá í staðinn spurt um einhverja aðra og lítilvægari reikistjörnu eins og Merkúríus eða Plútó, nú eða þá smærri hluti. Hver er tilgangur sandkornanna undir fótum okkar? Raunvísindin leiða slíkar spurningar hjá sér eins og fyrr er sagt, en þau neita því hins vegar ekki að sandkornin hafi áhrif á umhverfi sitt þó að þau áhrif séu lítil frá hverju korni um sig.
Útgáfudagur
13.7.2000
Spyrjandi
Ómar Ómarsson
Tilvísun
Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ef ekkert líf er á Júpíter, hvaða tilgangi getur hann þá þjónað?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=637.
Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 13. júlí). Ef ekkert líf er á Júpíter, hvaða tilgangi getur hann þá þjónað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=637
Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ef ekkert líf er á Júpíter, hvaða tilgangi getur hann þá þjónað?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=637>.