Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 221 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað er asbest og af hverju er það hættulegt heilsu manna?

Asbest er samheiti yfir nokkrar steintegundir sem allar eiga það sameiginlegt að mynda þráðkennda kristalla (sjá mynd). Þessir kristallar eru oft mjög fíngerðir, ekki ósvipaðir englahárinu sem sumir nota til að skreyta jólatrén sín. Asbestþræðir eru til margra hluta nytsamlegir, til dæmis sem hljóð- eða hitaei...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Werdnig-Hoffman veiki?

Werdnig-Hoffman veiki (e. Werdnig Hoffman disease, infantile spinal muscular atrophy) er arfbundinn vöðvarýrnunarsjúkdómur. Hann orsakast af hrörnun hreyfitaugafrumna í mænu og heilastofni. Veikin kemur yfirleitt í ljós í móðurkviði eða fyrstu mánuðina eftir fæðingu. Á síðustu mánuðum meðgöngu gætu fósturhreyfi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hagar njálgur sér í mönnum?

Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill innyflaormur og er algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í löndum þar sem veðurfar er svipað og hjá okkur. Í sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% barna séu smituð. Hægt er að lesa meira um smittíðni hér á landi í svari Karls Skírnissonar við spurningunn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?

Tremmi er vel þekkt slanguryrði sem í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er þýtt sem 'brennivínsæði'. Í læknisfræði er brennivínsæði íslenskun á fræðiheitinu 'Delirium tremens' sem er notað um hættuleg fráhvarfseinkenni eftir langvarandi áfengisneyslu, svo sem mikinn skjálfta og ofskynjanir. Hægt er að lesa meira ...

category-iconLæknisfræði

Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum?

Jurtir hafa verið notaðar frá örófi alda í bæði í hefðbundinni og óhefðbundinni lyfja- og læknisfræði. Innihaldsefni plantna eru breytileg í mismunandi plöntulíffærum (til dæmis rót, fræ, blöð og börkur) og einnig eftir vaxtarstað, uppskerutíma, meðhöndlun eftir uppskeru og vinnsluaðferð. Á síðustu áratugum hef...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?

Björn Sigurðsson (1913-1959) læknir var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Björn lést um aldur fram og hafði þá aðeins verið rúman áratug í starfi forstöðumanns að Keldum. Á stuttri ævi náði hann ótrúlegum árangri í rannsóknum á sviði meinafræði, bakteríufræði, veirufræði,...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakað?

Margrét Helga Ögmundsdóttir er rannsóknasérfræðingur við læknadeild Háskóla Íslands og snúa rannsóknir hennar að frumu- og sameindalíffræði krabbameina. Margét Helga hefur rannsakað byggingu og starfsemi prótína sem gegna lykilhlutverki í genastjórnun í litfrumum og sortuæxlum, auk greiningar á hlutverki tilte...

category-iconLæknisfræði

Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?

Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna?

Sveinn Pálsson (1762-1840) fæddist og ólst upp á Steinsstöðum í Skagafirði, elstur sex systkina. Að loknu fimm ára námi á Hólum 1782 reri hann eina vetrarvertíð í Njarðvík og hóf síðan læknanám hjá Jóni Sveinssyni landlækni í Nesi við Seltjörn. Þar var hann fjóra vetur en sigldi til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er rétta skýringin á orðinu skammrif?

Fyrir nokkru svaraði ég fyrirspurn um hvað orðasambandið að böggull fylgi skammrifi merkti. Athugull lesandi hafði samband við Vísindavefinn og benti á að skýring mín á skammrifi væri röng. Ég mun því fara yfir málið aftur, byrja á því að skoða elstu heimildir og rekja síðan merkingarlýsinguna eins og hún birtist...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru fæðingarblettir og hvernig myndast þeir?

Vísindavefurinn hefur margoft fengið spurningar um fæðingarbletti, hvernig og hvers vegna þeir myndist, hvort þeir hverfi, hvort þeir séu hættulegir og hvernig þeir tengist krabbameini, svo dæmi séu nefnd. Aðrir spyrjendur eru: Ásta Björnsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, Bryndís Halldórsdóttir, Halldóra Gunnardóttir, H...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?

Ástæður þess að vöðvi rifnar geta verið margvíslegar en lang oftast gerist það þegar hann verður fyrir áverka eða snöggu ytra togi. Í íþróttum er einna algengast að vöðvi togni eða rifni í svokallaðri „eccentrískri“ vöðvavinnu en það er þegar vöðvinn lengist og hann vinnur á móti lengingunni (streitist á móti)...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?

Nýverið var greint frá því að í drykkjarvatni Oslóarbúa væri sníkjudýr sem gæti skaðað menn og gerði vatnið því óhæft til neyslu beint úr krananum. Hér er um að ræða einfrumung sem kallast Giardia duodenalis (= Giardia lamblia og Giardia intestinalis) en hann tilheyrir svonefndum svipudýrum og er tæplega 1/50 úr m...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Einar S. Björnsson rannsakað?

Einar Stefán Björnsson hefur rannsakað meltingarsjúkdóma frá árinu 1991. Í fyrstu voru rannsóknir hans einkum á sviði hreyfinga í meltingarvegi en síðar sneri Einar sér að rannsóknum á ýmsum lifrarsjúkdómum. Hreyfingar í maga- og skeifugörn og áhrif hækkaðs blóðsykurs, insúlíns og lyfja á hreyfingarmunstur í ef...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...

Fleiri niðurstöður