Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur neftóbak skaðleg áhrif á líkamann?

Magnús Jóhannsson

Neftóbak og munntóbak kallast einu nafni reyklaust tóbak. Skaðsemi reyklauss tóbaks byggist annars vegar á eituráhrifum nikótíns í líkamanum og hins vegar á áhrifum annarra eitraðra efna í tóbakinu. Í reyklausu tóbaki eru efni sem vitað er að geta valdið krabbameini og notkun þessa tóbaks virðist geta valdið krabbameini í nefi, munni, hálsi, vélinda, maga og ef til vill víðar. Hætta á krabbameini virðist þó ekki eins mikil og hjá þeim sem reykja.

Fyrir utan hættuna á krabbameini hefur reyklaust tóbak ýmis konar skaðleg áhrif þar sem það er sett. Neftóbak fer mjög illa með slímhúðir í nefi og munntóbak fer sömuleiðis illa með slímhúðir í munni og getur þar að auki valdið tannskemmdum og tannlosi.

Í einum skammti af reyklausu tóbaki er mörgum sinnum meira magn af nikótíni en í einni sterkri sígarettu. Nikótín er eitt kröftugasta fíkniefni sem þekkt er og er sennilega enn meira vanabindandi en efni á borð við heróín og kókaín. Nikótín hefur margvísleg áhrif á líkamann sem öll verður að telja skaðleg. Það örvar hjartað og veldur æðasamdrætti en í sameiningu leiðir þetta til hækkaðs blóðþrýstings og getur þar verið um verulega hækkun að ræða. Hækkaður blóðþrýstingur eykur álag á hjarta og æðar og getur leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, meðal annars kransæðasjúkdóms.

Ef reynt er að bera saman skaðsemi reyklauss tóbaks og reykinga þá bendir flest til þess að hætta á krabbameini sé minni við notkun reyklausa tóbaksins, en hætta á eiturvekunum nikótíns, einkum hjarta- og æðasjúkdómum, sé jafn mikil eða meiri.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um tóbak og tóbaksnotkun, til dæmis:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

25.8.2005

Spyrjandi

Arnar Ástvaldsson, f. 1990

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hefur neftóbak skaðleg áhrif á líkamann?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2005, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5220.

Magnús Jóhannsson. (2005, 25. ágúst). Hefur neftóbak skaðleg áhrif á líkamann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5220

Magnús Jóhannsson. „Hefur neftóbak skaðleg áhrif á líkamann?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2005. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5220>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur neftóbak skaðleg áhrif á líkamann?
Neftóbak og munntóbak kallast einu nafni reyklaust tóbak. Skaðsemi reyklauss tóbaks byggist annars vegar á eituráhrifum nikótíns í líkamanum og hins vegar á áhrifum annarra eitraðra efna í tóbakinu. Í reyklausu tóbaki eru efni sem vitað er að geta valdið krabbameini og notkun þessa tóbaks virðist geta valdið krabbameini í nefi, munni, hálsi, vélinda, maga og ef til vill víðar. Hætta á krabbameini virðist þó ekki eins mikil og hjá þeim sem reykja.

Fyrir utan hættuna á krabbameini hefur reyklaust tóbak ýmis konar skaðleg áhrif þar sem það er sett. Neftóbak fer mjög illa með slímhúðir í nefi og munntóbak fer sömuleiðis illa með slímhúðir í munni og getur þar að auki valdið tannskemmdum og tannlosi.

Í einum skammti af reyklausu tóbaki er mörgum sinnum meira magn af nikótíni en í einni sterkri sígarettu. Nikótín er eitt kröftugasta fíkniefni sem þekkt er og er sennilega enn meira vanabindandi en efni á borð við heróín og kókaín. Nikótín hefur margvísleg áhrif á líkamann sem öll verður að telja skaðleg. Það örvar hjartað og veldur æðasamdrætti en í sameiningu leiðir þetta til hækkaðs blóðþrýstings og getur þar verið um verulega hækkun að ræða. Hækkaður blóðþrýstingur eykur álag á hjarta og æðar og getur leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, meðal annars kransæðasjúkdóms.

Ef reynt er að bera saman skaðsemi reyklauss tóbaks og reykinga þá bendir flest til þess að hætta á krabbameini sé minni við notkun reyklausa tóbaksins, en hætta á eiturvekunum nikótíns, einkum hjarta- og æðasjúkdómum, sé jafn mikil eða meiri.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um tóbak og tóbaksnotkun, til dæmis:

...